Andvari - 01.01.1974, Page 117
ANDVAIU
JAFNVÆGISGRUNDVÖLLURINN VERÐI ÞRÍRÍKJA NORDEK H5
þingum 1972, 1973 og 1974 voru Noregs-
fulltrúar liarla jákvæðir flestum atvinnu-
tcngslahugmyndum manna, þvers yfir
mæri sín og Svía, en ýmist fallvelti rílus-
stjórna eða töf á að fullráða olíupólitík-
ina aftraði niðurstöðum unr þá samráðnu
iðnvæðing beggja ríkja, sem koma mundi.
í sænskum framsöguræðum á þingurn
þeirn (sbr. tímaritið Nordisk Kontakt þessi
ár) komu talsvert áþreifanlegri tillögur
fram um hluti eins og orkubeizlunina,
kjarnorku (sænsk forusta í henni), önnur
samnorræn kjörsvið í tækni og raunvís-
induin (sbr. Nordforsk), vöruprófunar-
stofnunina Nordtest, staðlasamvinnu og
stöðlun á tegundum framleiddrar vöru,
upplýsingabanka um vörueftirspurn víða
í heimi og um framfarir í tækni; rætt var
um petrókcmískan iðnað (sbr. nýlega upp-
bygging slíkra verksmiðja í Noregi), kosti
og galla á leiðum til fjármögnunar í iðju-
þjóðfélagi o. s. frv. í lofti lá tilkenning
urn, að norræn lönd stæðu frammi fyrir
gerbyltingu á velflestum þessum sviðurn
eða í sölumöguleikum nátengdum. Fáum
fannst áhættulaust að bíða kyrrir átekta.
Aleð því að N-ráð hefur ekkert beint
fjármunavald, vildi það, að Nordek yrði
sjálfráð dótturstofnun sín, en réði fé og
ynni í beinu umboði gefnu af þjóðþing-
unurn. Vistfræðipólitík og norsk-sænsk-
ar mengunarvarnir áttu að verða Nordek-
mál, langtínraviðhorfin í auðlindastjóm
(O. Palme), sameiginlcgar „norðurskalla-
stefnuskrár", samgöngur um Kiruna-Nar-
vík og einnig sem víðast yfir mærafjöllin
til norskra hafna. Og er margt ótalið.
Aldrci voru Færeyjar, Grænland og Sval-
barði látin bendlast við Nordekplön, 1969
og síðan, né landhelgin. Aukaaðild, sem
Finnland semdi sig í, veltir engu stór-
blassi og kæmi langmest suðurhelft Nord-
eks við (skógar- og nautgripaafurðir, vél-
ar, farandverkamcnn Finna afli gjald-
eyris fyrir no.-sæ.vörur og olíu).
Norðurhelftinni spái ég drjúgum feng
allri, en iþó mun það vera hinn norsld
hluti hennar, sem mesta óvissu, ótta og
djarfastar sýnir á framundan. Óvissan
birtist skarpast í þeirri hrakspá, að meðan
uppgangur olíuiðnaðar um Fförðaland,
Rogaland og austanfjalls verði sem mest-
ur, leggist frumatvinnuvegir Noregs nið-
ur sakir verðbólgu og manneklu, einkum
norðan til í ríldnu, unga kynslóðin sóp-
ist þaðan og öll suður. Hvatningar að
seinka því að dæla upp „svartagullinu"
norska á Brentsvæði vestur af Sogni,
Frigg- og Ekofisksvæðum Norðursjávar,
reynast áhrifalausar, því Bretar munu
dæla sem óðast úr setlögum fast við
norsku mæralínuna í hafi, og undir lín-
unni mun olían seytla í átt til þeirra, sem
hraðast soga hana upp. Eitthvað svipað
gæti hugsazt síðar þar í Barentshafi, sem
setlagagrunn Noregs mætir hinu rúss-
neska olíuleitarsvæði.
Öðru rnáli gegnir, ef olía fyndist í
norsku landgrunni frá 62° og norður fyrir
Troms. Þar borgar sig að fresta nýtingu
fram á næstu öld, treina svartagullið, og
landsstjórn segir það skulu verða gert. En
á meðan mun Noregur norðan helftarlínu
fara á mis við olíuævintýrin, breytast í elli-
hrjáðar byggðir, samanbornar við suður-
helft; „förgubbning“ kalla Svíar það
ástand í norðurhelft sinni víða hvar. Þó
„nordkalotten", skallinn nyrzti, kynni að
eignast leiðslu fyrir Barentshafsolíu frá
Varangri urn finnskt svæði til hafna við
Norðurbotn, væri fólk, sem byggir norsku
norðurhelftina, sízt betur sett fyrir þessu.
Hennar skilyrði til að dafna yxðu þá enn
svipaðri íslenzkum skilyrðum en þau hafa
nokkru sinni verið til þessa. Trúleg af-
leiðing af því er sú, að fylki hennar vildu