Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1974, Side 134

Andvari - 01.01.1974, Side 134
Í 32 ÓLAI-'UR BJÖHNSSON ANDVAIU manna og stytti ævi þeirra að mun. Á áratugnum 1850-60 var meðalævi karla hér á landi aðeins 32 ár, en kvcnna 38 ár, en nú er meðalævi beggja kynja yfir 70 ár. Minnkandi barnadauði hefir að vísu átt verulegan jpátt í þessari þróun, en ekki er vafi á því, að hana má að vissu leyti þakka batnandi lífskjörum almennt. En þó að það hafi e. t. v. á þessum tíma verið orðin undantekning, að fólk beinlínis syiti, þá voru kjör alls almenn- ings mjög hörð. Húsakynni voru yfirieitt mjög bágborin, köld, rök og dimm og óþrifnaður mikill. Vinnuharka var mikil bæði til sjávar og sveita, og vinnutími var langur. Sem lítið dæmi um hinn langa vinnutíma má nefna, að í ritinu Minningar frá Möðruvöllum, segir svo í grein eins nemandans, Kristjáns Benja- mínssonar, er hann lýsir hfsháttum, svo sem þcir voru við Eyjafjörð á þeim tíma: „Vinnutími var almennt í þá daga 14 klukkustundir. Eljaltalín lét fólk sitt vinna í tólf tíma, en það sögðu bændur í nágrenni við Möðruvelli, að enginn gæti nema Hjaltalín, af því að hann hefði nóga peninga. Stefán (síðar skóla- meistari) bað okkur að vinna þrettán tíma, og vorum við vel ánægðir með það.“ Heilbrigðisþjónustu var mjög áfátt, al- mannatryggingar voru engar og kröfur til mcnntunar alþýðu ekki aðrar cn þær, að prestar skyldu líta eftir því, að börn lærðu að lesa og fullnægðu kröfum ferrn- ingar um kristindómsfræðslu. Ekki var um að ræða neina stökkbreyt- ingu í efnahagsmálum lslendinga á síð- asta fjórðungi 19. aldar, en umtalsverð breyting varð þó á atvinnuháttum, svo sem nánari grein verður gerð fyrir hér á eftir. Þar sem svo mikill hluti þjóðarinnar sem raun var á lifði af landbúnaði á þcssum tíma, var afkoman auðvitað mjög háð árferði til landsins. En árferði var lengst af erfitt þennan síðasta fjórðung 19. aldar. Árið eftir þjóðhátíðina, eða 1875, gaus Askja, en það gos olli mikl- um landsspjöllum og eyðingu bújarða á Norðausturlandi, sem leiddi til töluverðs landflótta til Norður-Ameríku frá þessum byggðarlögum. Annað og stærra ólag reið þó yfir þjóðarbúskapinn vegna þess óvenjulega og langvarandi harðæris, sem hófst með frostavetrinum mikla 1880- 1881 og stóð óslitið til 1888. Lciddi þetta harðæri til þess, að fólki beinlínis fækk- aði á 9. áratugnum, en það hafði ekki fyrr skeð á 19. öld. Fluttu á þessum tima yfir 6000 manns úr landi umfram þá, sem til landsins fluttu, og var þar aðal- lega um að ræða fólksfiutninga til Norð- ur-Ameríku. Nautpeningi fækkaði á ár- unum 1880-88 úr 21 þús. í tæp 17 þús. og sauðfé úr 508 þús. í 314 þús., eða 20-25%. Nytjar búpenings munu þó hafa minnkað hlutfallslega meira en rýrnun bústofnsins nam, vegna lítils hey- fengs. Síðasta áratug 19. aldarinnar var ár- ferði aftur mun betra, og dró nú veru- lega úr fólksflutningum vestur um haf, en búpeningseign var um aldamótin orð- in svipuð og var 1880. Stöðnun sú, sem þannig varð í land- búnaðinum vegna slæms árferðis á þessu tímabili, olli því, þar scm svo stór hluti þjóðarinnar stundaði þann atvinnuveg, að hfskjör þjóðarinnar munu ekki hafa batnað á iþessu tímabili, a. m. k. ekki svo neinu næmi. Samt sem áður verður á þessu tímabili veruleg breyting á búsetu og atvinnuháttum, sem skapaði skilyrði fyrir þeirri byltingu í tækni og fram- leiðsluháttum, sem hófst eftir aldamót. Harðærið leiddi ckki eingöngu til fólks- flutninga vestur um haf, heldur einnig
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.