Andvari - 01.01.1974, Síða 134
Í 32
ÓLAI-'UR BJÖHNSSON
ANDVAIU
manna og stytti ævi þeirra að mun. Á
áratugnum 1850-60 var meðalævi karla
hér á landi aðeins 32 ár, en kvcnna 38
ár, en nú er meðalævi beggja kynja yfir
70 ár. Minnkandi barnadauði hefir að
vísu átt verulegan jpátt í þessari þróun,
en ekki er vafi á því, að hana má að vissu
leyti þakka batnandi lífskjörum almennt.
En þó að það hafi e. t. v. á þessum
tíma verið orðin undantekning, að fólk
beinlínis syiti, þá voru kjör alls almenn-
ings mjög hörð. Húsakynni voru yfirieitt
mjög bágborin, köld, rök og dimm og
óþrifnaður mikill. Vinnuharka var mikil
bæði til sjávar og sveita, og vinnutími
var langur. Sem lítið dæmi um hinn
langa vinnutíma má nefna, að í ritinu
Minningar frá Möðruvöllum, segir svo í
grein eins nemandans, Kristjáns Benja-
mínssonar, er hann lýsir hfsháttum, svo
sem þcir voru við Eyjafjörð á þeim tíma:
„Vinnutími var almennt í þá daga 14
klukkustundir. Eljaltalín lét fólk sitt
vinna í tólf tíma, en það sögðu bændur
í nágrenni við Möðruvelli, að enginn
gæti nema Hjaltalín, af því að hann
hefði nóga peninga. Stefán (síðar skóla-
meistari) bað okkur að vinna þrettán
tíma, og vorum við vel ánægðir með
það.“
Heilbrigðisþjónustu var mjög áfátt, al-
mannatryggingar voru engar og kröfur
til mcnntunar alþýðu ekki aðrar cn þær,
að prestar skyldu líta eftir því, að börn
lærðu að lesa og fullnægðu kröfum ferrn-
ingar um kristindómsfræðslu.
Ekki var um að ræða neina stökkbreyt-
ingu í efnahagsmálum lslendinga á síð-
asta fjórðungi 19. aldar, en umtalsverð
breyting varð þó á atvinnuháttum, svo
sem nánari grein verður gerð fyrir hér á
eftir.
Þar sem svo mikill hluti þjóðarinnar
sem raun var á lifði af landbúnaði á
þcssum tíma, var afkoman auðvitað mjög
háð árferði til landsins. En árferði var
lengst af erfitt þennan síðasta fjórðung
19. aldar. Árið eftir þjóðhátíðina, eða
1875, gaus Askja, en það gos olli mikl-
um landsspjöllum og eyðingu bújarða á
Norðausturlandi, sem leiddi til töluverðs
landflótta til Norður-Ameríku frá þessum
byggðarlögum. Annað og stærra ólag
reið þó yfir þjóðarbúskapinn vegna þess
óvenjulega og langvarandi harðæris, sem
hófst með frostavetrinum mikla 1880-
1881 og stóð óslitið til 1888. Lciddi þetta
harðæri til þess, að fólki beinlínis fækk-
aði á 9. áratugnum, en það hafði ekki
fyrr skeð á 19. öld. Fluttu á þessum tima
yfir 6000 manns úr landi umfram þá,
sem til landsins fluttu, og var þar aðal-
lega um að ræða fólksfiutninga til Norð-
ur-Ameríku. Nautpeningi fækkaði á ár-
unum 1880-88 úr 21 þús. í tæp 17
þús. og sauðfé úr 508 þús. í 314 þús., eða
20-25%. Nytjar búpenings munu þó
hafa minnkað hlutfallslega meira en
rýrnun bústofnsins nam, vegna lítils hey-
fengs.
Síðasta áratug 19. aldarinnar var ár-
ferði aftur mun betra, og dró nú veru-
lega úr fólksflutningum vestur um haf,
en búpeningseign var um aldamótin orð-
in svipuð og var 1880.
Stöðnun sú, sem þannig varð í land-
búnaðinum vegna slæms árferðis á þessu
tímabili, olli því, þar scm svo stór hluti
þjóðarinnar stundaði þann atvinnuveg,
að hfskjör þjóðarinnar munu ekki hafa
batnað á iþessu tímabili, a. m. k. ekki svo
neinu næmi. Samt sem áður verður á
þessu tímabili veruleg breyting á búsetu
og atvinnuháttum, sem skapaði skilyrði
fyrir þeirri byltingu í tækni og fram-
leiðsluháttum, sem hófst eftir aldamót.
Harðærið leiddi ckki eingöngu til fólks-
flutninga vestur um haf, heldur einnig