Andvari - 01.01.1974, Qupperneq 138
136
ÓLAFUR RJÖRNSSON
ANDVARI
þús. árið 1900 í 585 þús. 1914 og l<úm
á sama tíma úr 23.5 þús. í 25.4 þús. 1914.
Sem eina merkustu framför þcssa tímabils
má nefna símasamband fslands við út-
lönd og lagningu símalínu frá Reykjavík
norður um land til SeySisfjarSar 1906.
Hlaut þaS aS greiSa mjög fyrir öllum viS-
skiptum bæSi innanlands og viS um'heim-
inn. Þá var og á þessu tímabili byggS
fyrsta rafstöS hér á landi (1902), sem þó
var aSeins 10 kílówattsstundir, og fyrsta
bifreiðin flutt inn vestan um haf (1913).
Hvort tveggja mátti skoða sem tilrauna-
starfsemi, sem fyrst um sinn hafði ekki
efnahagslega þýðingu, en þeirn mun
meiri síSar.
Heimsstyrjöldin 1914-18.
Þótt fsland lægi fjarri vígvöllum fyrri
heimsstyrjaldarinnar, snerti hún í þcim
mæli þær þjóðir, er við höfðum þá mest
viðskipti við, aS áhrif hcnnar á efnahags-
afkomu þjóðarinnar urðu mikil. Gagn-
stætt þ\ú sem varð á seinni heimsstyrj-
aldarárunum, má telja, að þau hafi í
heild verið fremur neikvæð en jákvæS.
Framan af styrjöldinni, eða árin 1914
-1916, voru viðskiptakjör þó hagstæð,
þar eð útfluttar vörur hækkuðu meira en
innfluttar, og var verzlunarjöfnuður hag-
stæður þessi ár, einkum árið 1915. Sýnir
eftirfarandi tafla þróun innflutnings- og
útflutningsverðmæta á árunum 1914-18
og verzlunarjöfnuS á sama tíma:
Verðvísitölur (1913=100)
Ár Innfl. Útfl. Verzl.jöfn- uður/Verðmæti útfl. -r- vcrðmæti innfl., 1000 kr.
1914 100 104 2719
1915 141 175 13373
1916 184 201 923
1917 286 217 13450
1918 373 247 -j-5108
Eins og tölurnar bera meS sér, eru við-
skiptakjör mjög liagstæð fram til ársins
1916, þar sem verð útfluttrar vöru hækk-
ar meira en innfluttrar. VcrzlunarjöfnuS-
ur, eSa vöruskiptajöfnuður, eins og það cr
kallað nú, er einnig hagstæður, sérstak-
lega þó árið 1915. ÁriS 1917 snýst þetta
við, þar sem innflutt vara hækkar nú
miklu meira í verði en útflutt og hin
versnandi viðskiptakjör leiddu nú til mjög
óhagstæðs verzlunarjafnaðar tvö síðustu
heimsstyrjaldarárin.
Fleira gekk þó í óhag á síðari árum
fyrri heimsstyrjaldarinnar en hin versn-
andi viðskiptakjör. Árið 1917 neyddu
Bandamenn Islendinga til þcss að selja
þeim helming togaraflota síns, eða 10
af 20 togurum, sem Islendingar áttu þá.
VerSlagsþróun stríðsáranna var land-
búnaðinum óhagstæð, þar sem búvara
hækkaði minna en nam hinni almennu
verSlagshækkun. Átti þetta einkum við
um mjólkurafurðir og aðra búvöru, sem
seld var á innlendum markaði, en fyrstu
styrjaldarárin var kjötvcrð bagstætt, eins
og á annarri matvöru, sem út var flutt.
Hið óhagstæða verSlag, sem landbúnað-
urinn bjó viS á stríðsárunum, átti þátt í
því, aS mjög dró úr jarðabótaframkvæmd-
um, sem eins og áður greinir höfðu ver-
ið mjög vaxandi fyrir stríð. Þannig fækk-
aði unnum dagsverkum að jarðabótum úr
148 þús. að meðaltali á ári 1911-14 í 94
þús. 1915-18 og var komin niður í 68
þús. 1918.
Á fyrri heimsstyrjaldarárunum kynnt-
ust íslcndingar verðbólguvandamálinu,