Andvari - 01.01.1974, Side 144
142
ÓLAFUll liJÖRNSSON
ANDVAUI
mjög hægfara miðað við það, sem varð
eftir síðari heimsstyrjöld.
Þrátt fyrir fækkun þeirra, er landbún-
aðarstörf stunduðu, óx bústofn lands-
manna verulega á þessu tímabili. Naut-
gripum fjölgaði þannig úr 23,5 þús. árið
1920 í 39,7 þús. 1940. Tala sauðfjár
hafði vaxið úr 579 þús. árið 1920 í 728
þús. 1933, en úr Iþví fór sauðfé fækkandi
af völdum mæðiveikinnar, og var talan
komin niður í 628 þús. 1940.
Arið 1930 var komið á fót sérstakri
lánastofnun, Búnaðarbanka Islands, er
gegna skyldi því hlutverki að bæta úr
lánáþörf landbúnaðarins. Sá atvinnuveg-
ur, sem var í einna örustum vexti á þessu
tímabili, var iðnaðurinn. Áður hefir verið
getið eflingar fiskiðnaðarins á þessum
tírna, einkurn þó eftir 1930, sem m. a.
átti rót sína að rekja til þcss, að breyta
varð framleiðsluháttum í sjávarútvegi
vcgna samdráttar saltfisksmarkaðarins.
Þær iðngreinar, sem einna mest efld-
ust á iþessu tímabili, einkum síðari hluta
þess, kreppuárunum, var iðnaður, er
framleiddi úr erlendum hráefnum fyrir
innlcndan markað. Ástæðan til þess, að
sá iðnaður efldist svo mjög á kreppu-
árunum, var stefna sú í viðskipta- og gjald-
cyrismálum, sem rekin var á þeim tima
og skapaði slíkum iðnaði mjög hagstæð
kjör, svo sem nánar verður skýrt hér á
eftir. Frarn undir 1930 kvað lítið að slílc-
um iðnaði, enda átti hann óhægt upp-
dráttar, meðan frjáls innflutningur var á
sams konar erlendum varningi. Þó hefir
þess verið getið hér að framan, að nokkru
fyrir fyrri heimsstyrjöldina komust hér
á fót fáeinar sælgætis-, öl- og gosdrykkja-
gerðir, vafalítið í skjóli hárra aðflutnings-
gjalda, sem nýlega höfðu þá verið hækk-
uð til þess að afla landssjóði aukinna
tekna. Árið 1926 var ríkisstjórninni heim-
ilað með sérstökum lögum að undan-
þiggja aðflutningsgjöldum efnisvörur til
iðnaðar, svo og vélakost og önnur tæki,
sem sannanlega voru notuð til framleiðslu
iðnvarnings. Þá mun og með tollalögum,
sem sett voru þetta sama ár, hafa verið
komið nokkuð til móts við þörf þess iðn-
aðar, sem þegar var kominn á fót hér á
landi, fyrir aukna tollvernd. Hvor tveggja
þessi löggjöf markaði nokkra stefnubreyt-
ingu frá því sem áður hafði verið, þar
sem nú var markvisst farið inn á þá braut
að tollvernda iðnað, er framleiddi fyrir
innlendan rnarkað, en ekki hafði þessi
stefnubreyting þó teljandi áhrif fyrst um
sinn.
Ný viðhorf sköpuðust hins vegar í þess-
um efnurn, þegar heimskreppan skall á
1930. Það ár hófst þegar verðfall og sölu-
tregða á útfluttum afurðum landsmanna.
Innflutt vara lækkaði að vísu einnig í
verði, en ekki að sama skapi og útflutt
vara. Afleiðingin varð óhagstæður við-
skiptajöfnuður og gjaldeyrisskortur. Þessu
hefði að vísu mátt mæta með gengisfell-
ingu íslenzku krónunnar, en eins og þeg-
ar hefir verið getið um, var genginu
gagnvart sterlingspundi og gjaldmiðlum,
sem fylgdu því, en meðal þeirra voru
gjaldmiðlar allra helztu viðskiptalanda
ökkar á þeim tíma, svo sem Norðurland-
anna, haldið óbreyttu frá 1925-1939.
Gjaldeyrisskortinum var hins vegar mætt
með beinum takmörkunum á innflutn-
ingi og gjaldeyrisyfirfærslum, þar sem sér-
stökurn stjómskipuðum yfirvöldum var
falið að taka ákvarðanir um það, hvaða
innflutningur og hvaða gjaldeyrisyfir-
færslur skyldu leyfðar. Slíkar takmarkan-
ir á innflutningi og gjaldeyrisyfirfærslum
hófust þegar árið 1932, en árið 1934 var
mjög hert á iþeim, þannig að allar gjald-
eyrisyfirfærslur urðu háðar leyfisveiting-