Andvari - 01.01.1974, Qupperneq 145
ANDVARI
1>HÓUN EFNAHAGSMÁLA Á ÍSLANDI 1874- 1974
143
um frá þeiim tíma, og hélzt það fyrirkomu-
lag óslitið þar til 1950.
Innflutningshöftin, eins og þau voru
framkvæmd, hlutu að skapa ýmsum inn-
lendum iðngreinum mjög hagstæð skil-
yrði. Innflutningstakmörkununum var
einkum beitt gegn fullunnum neyzluvör-
um, sem taldar voru miður þarfar, en hrá-
efni og neyzluvörur, er taldar voru til
nauðsynja og ekki voru framleiddar inn-
anlands, látnar sitja fyrir, er leyfi voru
veitt. Sá iðnaður sem einkum blómgaðist
í skjóli haftanna var því neyzluvöruiðn-
aður, sem framleiddi úr crlendum hráefn-
um fyrir innlendan markað. Höftin
vernduðu þessar iðngreinar fyrir sam-
keppni erlendis frá, og þær voru gjarnan
látnar sitja fyrir um innflutningsleyfi til
kaupa á hráefnum og tæ'kjum, m. a.
vegna þeirrar atvinnu, sem starfscmi þessi
vcitti, en meira og minna atvinnuleysi
var öll stríðsárin. Iðnaður, sem fram-
leiddi framleiðslur örur, eins og t. d. veið-
arfæragerðir, átti hins vegar erfiðara upp-
dráttar, þar sem ekki þótti fært að tak-
marka eða banna innflutning veiðarfæra.
A kreppuárunum óx þannig upp
margvíslegur neyzluvöruiðnaður í skjóli
innflutningshaftanna, svo sem ýmiss kon-
ar klæðagerð, skógerðir, efnaiðnaður alls
konar o. fl., auk þess sem sá neyzluvöru-
iðnaður sem fyrir var efldist, svo sem
sælgætis- og gosdrykkjagerðir. Einhver
brögð munu þó hafa verið að því, að
hreinum „gervi“-iðnaði hafi verið kom-
ið á fót til þess að fara þannig í kring-
um innflutningshöftin, þannig að „hrá-
efnið“ til slíks iðnaðar var raunverulega
fullunnin vara, sem aðeins var látin i
umbúðir hér á landi, en innflutningur
hráefna hafði að öðru jöfnu forgangsrétt,
að því er snerti veitingu innflutnings-
leyfa.
Vafalaust hefir þessi eíling neyzlu-
vöruiðnaðarins átt þátt í því að draga
úr atvinnuleysi, en „iðnvæðingu", sem
þannig var byggð upp, fylgdi sá ókostur,
að rnörg iðnfyrirtækjanna voru óhag-
kvæm í rekstri vegna smæðar íslenzka
markaðarins og hlutu því að lcnda í erf-
iðleikum, þegar losað var um innflutn-
ingshöftin, eins og reynslan sýndi síðar.
Á þessu tímabili komst vcrulegur skrið-
ur á rafvæðingu landsins, sem byrjað hafði
í mjög smáum stíl upp úr aldamótum.
Árið 1921 tók Elliðaárstöðin, er fram-
lciða skyldi rafmagn til ljósa og suðu
fyrir Reykjavík, til starfa, en afkastageta
hennar var aðeins rúmlega 1000 kw.
Fyrsta stórvirkjunin, sem ráðizt var í
hér á landi, var fyrsti áfangi Sogsvirkjun-
ar, Ljósafossstöðin, er tók til starfa árið
1937 með tæplega 9000 kwh. afkasta-
gctu. 1939 höfðu um 60% landsmanna
fcngið rafmagn til afnota.
1 samgöngumálum urðu vcrulegar um-
bætur á tímabilinu, einkum í vegamál-
um. Laust fyrir aldamót höfðu verið sett
vegalög, sem gerðu ráð fyrir því, að lands-
sjóður kostaði lagningu akvega frá helztu
bæjum út á land. Lítið var þó um vega-
gcrð fram yfir fyrri heimsstyrjöld, hins
vegar höfðu nokkur stórfljót verið brú-
uð, og hófstsúþróun með brúun Olfusár
1890. En að lokinni fyrri heimsstyrj-
öldinni kornst skriður á vegalagningar, og
um 1930 voru öll helztu byggðalög lands-
ins tengd akfærum vegum, a. m. k. að
sumarlagi. Á árunum 1927-1937 þre-
faldaðist lengd akfærra þjóðvega. Bctra
vegakcrfi var svo undirstaða aukinnar bif-
reiðanotkunar, sem gjörbylti öllum sam-
göngum á landi. Fyrsta bifreiðin var flutt
hingað til lands árið 1913, en að lokinni
heimsstyrjöldinni hófst innflutningur
þeirra fyrir alvöru, og árið 1939 var tala