Andvari - 01.01.1974, Side 164
162
BJÖRN HALLDÓRSSON
ANDVARI
lengi hafði lagt allan hug á það að leysa sem hezt af hendi eftir vilja Guðs þá
hina vandasömu þjónustu, er honum hafði verið fengin. Að hlýðnin við boð-
orð Guðs sé hinn eini vegur til þess, að Guðs fólk megi æ eiga vísa von hans
hjálpar og frelsis, það hefur enginn maður oftar og með sltýrari orðum tekið
fram en Móses, hinn mikli forgöngumaður þjóðar sinnar, og þetta hið sama
brýnir hann enn fyrir þjóðinni í skilnaðarljóðum sínum með hátíðlegri alvöru-
gefni. Enda eigum vér og kost á að lesa nálega á hverju hlaði í sögu ísraels-
manna þann hinn merkilega lærdóm, að réttlætið upp hefur þjóðirnar, en
syndin er lands og lýða tjón. Og engin nýmæli á þúsundum áranna hafa breytt
þessu heilaga lögmáli allt frarn á vora daga. Það nær engu síður til vorrar
þjóðar en Gyðingaþjóðar, engu síður til vorra tíma en hennar tíma. Hver sem
því vill sjá svo fyrir sínu ráði, að honum vegni vel í landinu, hvort sem hann
er heldur hár eða lágur, hann gefi Guði vorum dýrðina! Já, gefið honum
dýrðina, mínir elskuðu vinir, eigi aðeins á aldamótum og áramótum, eigi aðeins
dag og dag, heldur alla daga; cigi aðeins hér í því húsi, sem honum er eignað,
heldur utan kirkju í lífi yðar og hreytni; eigi aðeins í orðum og söngurn, heldur
í verki og sannleika.
Eftir þeim fréttum, sem til vor hafa borizt, höfum vér það fyrir satt, að
konungur vor sé um þessar rnundir kominn lrá Danmörku til íslands og hlýði
nú í dag ásamt með nokkrum göfugum fylgdarmönnum úr hirð sinni á guðs-
þjónustugjörð í höfuðkirkju eyjar vorrar. Þar þykist ég vita, að og sé saman
komið hið helzta stórmenni landsins og mikill fjöldi annars fólks. Hvílíka ræ;ðu
þessir hinir tignu og ótignu menn fá þar að heyra, það er mér eigi ætlað að
vita nú að sinni. En ef að guðsmaðurinn Móses, hinn höfðingjadjarfi franr-
sögumaður á fundi Faraós og undir eins hinn ástríki hirðir og fræðari þjóðar
sinnar, væri nú risinn upp af gröf sinni og fengi hljóð til að mæla við þennan
mannsöfnuð, við konung vorn og hirðmenn hans, við yfirmenn vora og alþýðuna
í landinu, þá ætla ég, að ræða hans rnundi í fám orðum hljóða á þessa leið:
Gefið Guði dýrðina, þér hinir fremstu drottnar, sem hafið í höndum stjórnar-
ráð landsins, og munið til þess, að þér eigið og Drottin á himni! Gefið Guði
dýrðina, þér embættismenn og þjónar landstjórnarinnar. Gefið eigi aðeins
keisaranum hvað keisarans er, heldur og Guði hvað Guðs er. Gætið þess, að
eigi er nein valdstétt til nema frá Guði, að þér eruð skipaðir til þess að vaka
yfir hans arfleifð. Látið því og hinn undirgefna lýð njóta góðs af yður og
yðar verki. Gangið á undan honum eigi til að spilla, heldur til að bæta og gjörið
honum kost á að nema það af yðar dæmi að leggja rækt við Guðs hús og bera lotn-