Andvari

Årgang

Andvari - 01.01.1974, Side 165

Andvari - 01.01.1974, Side 165
ANDVARI RÆÐA VIÐ GUÐSÞJÓNUSTU í LAUFÁSKIRKJU 2. ÁGÚST 1874 163 ing fyrir Guðsorði. - Gefið Guði dýrðina, þér húsbændur og húsmæður, og látið hið gamla atkvæði verða hjá yður nýtt atkvæði: Ég og mitt hús viljum þjóna Drottni. Gefið Guði dýrðina, þér hinir snauðu og fátæku, og hafið hina sömu ætlun sem Tobías: Vér eigum mikið, þegar vér óttumst Guð og vörumst allar syndir og gjörum það, sem honum er velþóknanlegt. Gefið Guði dýrðina! Það ávarp vil ég og við hafa fyrst og síðast í ræðu minni til yðar, sem hingað hafið safnazt með mér í hús Drottins á þessum degi. Hver, sem heiðrar Guð, hann mun og öðlast heiður af Guði, hver, sem afrækir Guð, honum mun og Guð snara í burt frá augliti sínu. Hann er vort athvarf frá kyni til kyns; hann er hellubjarg. Sá einn hefur vel byggt, er hyggir hús sitt á þessu bjargi. Sá einn, er kýs sér orð Guðs og Fagnaðarerindi Jesú Krists sem undirstöðu farsældar sinnar og regki lífernis síns, sá einn hefur reist farsæld sína á öruggum grundvelli, hvort sem hann er heldur landshöfð- ingi eður landbúi, hvort sem það er heldur einstakur maður eður heil þjóð. En hver sá, sem byggja vill gæfu sína og sinna á einhverju öðru, hvort sem það er heldur stjórnarskrá á dönskum pappír eða stjórnarhugmyndir í íslenzku höfði, hvort sem það er heldur gufuskip í kring um landið ellegar búnaðar- skóli uppi í landinu - hver, sem ætlar að leita gæfu til handa sér og sínum án guðsótta og heilagrar trúar, liann mun fyrr eður síðar koma að þeirri raun, að hann hefur byggt hús sitt á sandi. Drottinn er hellubjarg, en vér erum reyr af vindi skekinn; vér bifumst sem annað blaktanda skar fyrir girndum sjálfra vor og fyrir annarlegum ástríðum, ef vér erum ekki rótfestir í honum. Hans verk eru fullkomin og réttir hans vegir; en vér mennirnir villumst og skeikum þúsund sinnum, þar sem vér göngum fram vora vegu og lítum eigi upp til hans, hins Heilaga og Réttláta, þar sem vér látum eigi hans verk vera fyrirmynd fyrir vorri breytni, hans lögmál lampa fóta vorra, hans anda hvöt hjartna vorra. Ó, gefið því Guði vorum dýrðina, kæru bræður og systur, með trúrri hlýðni við hans heilögu boðorð! Hans heiður er og yðar heiður. Guðs- óttinn er hið fegursta djásn, sem konungurinn getur borið í kórónu sinni, og hinn ágætasti gripur í eigu hins fátæka manns. Sæl væri sú þjóð, þar sem fylgt væri því orðtaki í sölum höfðingjanna og í hreysum aumingjanna: Fg og mitt hús viljum þjóna Drottni. - í slíku landi þurfa menn eigi að óttast nokkra óhamingju. Þar er jörðin full af kynningu Drottins. Þar lætur hann hljóma hina blíðu raust sína frá öld til aldar, frá feðrum til niðja: Þér skuluð vera mitt fólk, og ég skal vera yðar Guð. Og niðjarnir taka undir með feðrum þeirra: Drottinn, þú varst vort athvarf frá kyni til kyns. Þar verður íbúum lands-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Andvari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Andvari
https://timarit.is/publication/346

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.