Andvari - 01.01.1974, Blaðsíða 165
ANDVARI
RÆÐA VIÐ GUÐSÞJÓNUSTU í LAUFÁSKIRKJU 2. ÁGÚST 1874
163
ing fyrir Guðsorði. - Gefið Guði dýrðina, þér húsbændur og húsmæður, og
látið hið gamla atkvæði verða hjá yður nýtt atkvæði: Ég og mitt hús viljum
þjóna Drottni. Gefið Guði dýrðina, þér hinir snauðu og fátæku, og hafið hina
sömu ætlun sem Tobías: Vér eigum mikið, þegar vér óttumst Guð og vörumst
allar syndir og gjörum það, sem honum er velþóknanlegt.
Gefið Guði dýrðina! Það ávarp vil ég og við hafa fyrst og síðast í ræðu
minni til yðar, sem hingað hafið safnazt með mér í hús Drottins á þessum
degi. Hver, sem heiðrar Guð, hann mun og öðlast heiður af Guði, hver, sem
afrækir Guð, honum mun og Guð snara í burt frá augliti sínu. Hann er vort
athvarf frá kyni til kyns; hann er hellubjarg. Sá einn hefur vel byggt, er hyggir
hús sitt á þessu bjargi. Sá einn, er kýs sér orð Guðs og Fagnaðarerindi Jesú
Krists sem undirstöðu farsældar sinnar og regki lífernis síns, sá einn hefur
reist farsæld sína á öruggum grundvelli, hvort sem hann er heldur landshöfð-
ingi eður landbúi, hvort sem það er heldur einstakur maður eður heil þjóð.
En hver sá, sem byggja vill gæfu sína og sinna á einhverju öðru, hvort sem
það er heldur stjórnarskrá á dönskum pappír eða stjórnarhugmyndir í íslenzku
höfði, hvort sem það er heldur gufuskip í kring um landið ellegar búnaðar-
skóli uppi í landinu - hver, sem ætlar að leita gæfu til handa sér og sínum án
guðsótta og heilagrar trúar, liann mun fyrr eður síðar koma að þeirri raun,
að hann hefur byggt hús sitt á sandi. Drottinn er hellubjarg, en vér erum
reyr af vindi skekinn; vér bifumst sem annað blaktanda skar fyrir girndum
sjálfra vor og fyrir annarlegum ástríðum, ef vér erum ekki rótfestir í honum.
Hans verk eru fullkomin og réttir hans vegir; en vér mennirnir villumst og
skeikum þúsund sinnum, þar sem vér göngum fram vora vegu og lítum eigi
upp til hans, hins Heilaga og Réttláta, þar sem vér látum eigi hans verk vera
fyrirmynd fyrir vorri breytni, hans lögmál lampa fóta vorra, hans anda hvöt
hjartna vorra. Ó, gefið því Guði vorum dýrðina, kæru bræður og systur, með
trúrri hlýðni við hans heilögu boðorð! Hans heiður er og yðar heiður. Guðs-
óttinn er hið fegursta djásn, sem konungurinn getur borið í kórónu sinni, og
hinn ágætasti gripur í eigu hins fátæka manns. Sæl væri sú þjóð, þar sem fylgt
væri því orðtaki í sölum höfðingjanna og í hreysum aumingjanna: Fg og mitt
hús viljum þjóna Drottni. - í slíku landi þurfa menn eigi að óttast nokkra
óhamingju. Þar er jörðin full af kynningu Drottins. Þar lætur hann hljóma
hina blíðu raust sína frá öld til aldar, frá feðrum til niðja: Þér skuluð vera
mitt fólk, og ég skal vera yðar Guð. Og niðjarnir taka undir með feðrum
þeirra: Drottinn, þú varst vort athvarf frá kyni til kyns. Þar verður íbúum lands-