Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 12
6
næstir bjuggu kjörstaðnum, brugðust honum eigi að
sækja fundinn.
Á ráðgjafarþingunum þremur 1869, 1871 og
1873 fylgdist sjera Þórarinn yfirleitt meðhinumkon-
ungkjörnu. Við hina siðustu atkvæðagreiðslu um
stjórnarskipunarmálið á alþingi 1873, böfðu 2 kon-
ungkjörnir þingmenn hörku í sjer til að greiða at-
kvæði móti frumvarpinu í heild sinni, en hinir 4
greiddu eigi atkvæði og þann flokk fylltu 2 þjóð-
kjörnir þingmenn, sjera Þórarinn og dr. Grimur
Thomsen. En aptur var orðalagið á varatillögu al-
þingis i stjórnarskrármálinu, sem átti aðvera »miðl-
unar- og sáttatilraun«, aðallega frá sjera Þórarni,
sjerstaklega þetta að biðja konung allramildilegast
að »gefa« Íslandi sfjórnarskrá i þúsund ára afmæl-
isgjöf. Vísast hefði allt farið á sömu leið, þó að
varatillagan, eins og hún kom frá nefndinni, hefði
eigi verið »milduð« í þessa átt, en viturlega þótti
þetta þó ráðið eptir á.
Þó að sjera Þóraririn væri kappsmaður og fylg-
inn sjer, var hann samningamaður mikill á þingi og
stundum enda borið á brýn, að honum væri annara
um að hafa sitt mál fram i einhverri mynd, heldur
en hitt að halda stefnunni og frumhugsuninni fram
til streitu, falls eða sigurs. Hann vardrjúgur hygg-
indamaður í öllu sínu lifi og kom það fram í öllum
afskiptum hans af landsmálum.
Gjöf sjera Þórarins til þúsund ára minningar
landsins var »Lestrarbók« hans »harida alþýðu«, sem
prentuð var í Kaupmannahöfn 1874, og var að mestu
sniðin og tekin eptir hinni alkunnu og góðu alþýðu-
bók, »Barnavininum« danska. Þá hafði hann ogjafn-
framt ánafnað fje til »menntastofnunar handa al-
þýðux í minningu Böðvars sonar sins, hins mann-