Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 38
á Sléttu og segja raenn að vanalega skipti um veðr-
áttu í Leirhöfn og sé hlýjara fyrir innan. I urðun-
um á Sléttu eru refar algengir; þeir eru flestir hvit-
ir, færri mórauðir, opt er annar makinn hvítur, en
hinn mórauður. Birnir koma opt með ísum; þeir
fara hart yfir og gera sjaldan skaða, taka stöku
sinnum fé; nýlega unnu menn birnu með tveim hún-
um. Hvítar uglur, er menn kalla kattuglur, koma
lika opt á Sléttu og eru slæmir gestir í varplöndum,
þær bæði drepa fugl og styggja hann; áraskipti eru
að því hve margar koma. Svartbakar gera hérsem
annarsstaðar mikinn óskunda í æðarvarpi; þeir verpa
sjálfir við vötn uppi í heiðum og á stapa einum við
Rauðanúp; fyrr urpu margir þeirra á hólma í Jök-
ulsárósum, en þar er nú varp þeirra að mestu eytt;
kjóum og hröfnum heflr mikið fækkað siðan menn
fóru að eitra egg fyrir þá. Sökum þess að Slétta
«r svo láglend að sjó, er þar ekki mikið utn bjarg-
fugl; i Snartarstaðanúpi er dálít.ið af teistu, en mest
er af fugli í Rauðanúp; þaðan eru engin fuglabjörg
kringum Sléttu fyr en kemur austur að Ormarslóni;
þar er skegla í höfða út af bænum. Um alla Sléttu
eru f'ram með sjó eintóm lón, vötn og tjarnir og
malarrif fyrir framan; á þessum útkjálka er brim
mikið og hefir það myrtdað malarrifin og skilið vötn-
in frá sænum. Ef vötnin væru engin, væri mjög
ljótt á Sléttu, þau prýða mjög landið og eru auk
þess mjög þýðingarmikil fyrir líf og atvinnu Slétt-
unga; í þeim er víða silungsveiði, einkum á Blika-
lóni, og svo er æðarvarp mikið kringum alla Sléttu
á hólmum og nesjum við vötnin1. A fyrri tímum
1) Á Grjótnesi fást árlega 100 pd. af dún, á Oddstöðum um 60
pd., á Sigurðarstöðnm 50—70 pd., á Blikalóni 40—50 pd., á Harð-
bak 00 pd., Asmundarstöðum 30 pd., Raufarhöfn 50 pd., o. s. frv.