Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 118
112
veiðitíminn er á haustin og snemma á vorin, en
annars verður vart árið um kring. Meðalþyngd sil-
ungsins er 3—4 pd., en 10—12 punda fiskar fást
opt, og stundum 15 punda. Meðalveiði er um 200
hjá hverjum hinna fjögurra búenda, er þar veiða.
I fyrra var veiðin með langmesta móti. I Varma-
dalslœik, sem rennur i Rangá gagnvart Bjóluhverfi,
var áður mikil silungsveiði, en ósinn hefur grynnk-
að mjög af sandfoki, svo nú gengur litið af silung
í lækinn og lítið' reynt að veiða þar. Það ætti að
dýpka ósinn. I lítilli tjörn við Rangá, rjett fyrir
neðan Ægissíðufossana, sá jeg smáurriða, sem menn
vita ekki til að hrygni. Vatna gróður er þjettur í
henni og mikið af þessum smáurriða. Menn hafa
stundum veitt hann, en ættu að þyrma honum, því
hann er uppvaxandi. Úr tjörninni rennur lækur út
i ána, en stíflast opt af sandi. Milli fossanna er
engin veiði, en víða mætti hafa þar lagnet og und-
ir fossunum t. d. Arbæjarfossinum hagaði vel til
fyrir stangaveiði, ef silungur er þar, en það hefur
ekki verið reynt.
I Eystri-llangá og smámám þeim, er renna í
Þverá i Fljótshlíðinni, er lítil sem engin silungs-
t s ,
veiði. I Affallinu, Alunum, Fauska og Markarfljóti
er lítið um silung. Neðst í Affalli er litið eitt veitt
siðari hluta sumars, frá Bergþórshvoli og Hallgeirs-
ey. í ósum Markarfljóts er opt mikið af sel.
Skúmstaðavatn er eigi lítið vatn hjá Skúm-
stöðum, (um 1 /2 míla að lengd), en vantar á kortið.
Vatnið er mjög grunnt, eptirsögn Sigurðar á Skúm-
stöðum hvergi meira en 4 álnir. Með fram landi
er sandbotn, en leðja lengra úti 0g vatna gróður mik-
ill. í kringum það er marflatt mýrlendi, sem er
litlu hærra en sjávarflötur. Úr því liggur síki út á