Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 86
80
sveitinni til byrði; skyldi því engum leyfast lausa-
mennska eptir þann tíma, er tilskipunin væri lesin
á manntalsþingum, og hver sá, er þá væri lausa-
maður, skyldi annaðhvort hafa vistað sig eða tekið
jörð, áður en 6 mánuðir væru liðnir.
Svo lítur út, þá er fram kom á 18. öldina og
margháttuð nauð tók að þrýsta að landsmönnum,
sem menn hafl verið óánægðir með sveitarstjórnar-
skipun Jónsbókar, einkum hina víðtæku frændafram-
færslu og verðganginn, sem lögbók löghelgaði. Þá
mun og opt hafa þótt erfitt, og einnig verið næsta
erfitt, að finna, hvar þurfamenn voru sveitlægir.
Pjetur Þorsteinsson, sýslumaður í Múlaþingi, sendi
1755 til konungs tillögu sína, um breytingu á sveitar-
stjórn, en konungi þótti í of mikið ráðizt að gjöra
slíkar breytingar eptir tillögu eins manns, og fyrir
því ritaði hann árið eptir, 27. febr. 1756, stiptsbe-
falingsmanninum, llantzau, og bauð honum — eins
og Rantzau hafði stungið upp á — að bjóða öllum
sýslumönnum landsins, hverjum í sínu lagi, að semja
tillögu um, hvernig fátækrastjórn landsins yrði bætt.
Þeir skyldu sfðan bera sig saman á alþingi um til-
lögur þessar og að því búnu afhenda þær amtmann-
inum, er s{ðan skyldi senda þær konungi ásamt at-
hugasemdum sínum. — En eigi veröur sjeð, að kon-
ungsbrjef þetta hefði neinn árangur.
Eptir 1800 hefst nýtt timabil í fátækramálefna-
stjórn landsins. Milli 1780 og 1790 geisuðu »móðu-
harðindin«. Af þeirra völdum varð einhver hinn
stórkostlegasti mannfellir af hor, er gengið hefir yfir
landið. Á ófriðarárunum 1807—14, var hingað út
opt lítið um siglingar frá öðrum löndum og hinn
mesti matvælaskortur meöal landsmanna, eins og
þeim mun kunnugt, er nú eru farnir að eldast, af