Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 104
98
og út á Eyrarbakka. Af Eyrarbakka fór jeg upp
með Ölvesá að Laugardælum, þaðan út Ölves, niður
í Þorlákshöfn og út i Selvog, að Krisuvík og út í
Grindavík. Ur Grindavík hjelt jeg út í Hafnir, út á
Miðnes og þaðan inn í Garð, svo inn með Faxafióa
og kom til Reykjavíkur 10. ágúst. Ur Reykjavík
fór jeg í veiðistöðurnar þar í grennd og svo 26. á-
gúst upp í Kjós.
1. Silungsvötn og silungsveiðar.
A svæði því, er jeg fór um, er silungsveiði í
flestum stöðuvötnum og ám, en þó einkum í vötn-
unum, því 1 vötnunum finnur silungurinn einkum
þau lífsskilyrði, sem hann þarfnast, sem sje fæðuog
fylgsni fyrir sig og afkvæmi sín, og því stærri og
auðugri að fæðu sem vötnin eru, því meira af fiski
geta þau framfleytt. Árnar eru miklu snauðari að
fæðu og sá silungur, sem í þeim veiðist, er einkum
sá, sem gengur úr sjó upp í smáár og læki til þess
að hrygna, en lifir þess á milli i sjónum, þar sem
honum býðst betri og meiri fæða en í ánum; þessi
silungur er á svæði því, sem jeg fór um, kallaður
sjóbirtingur og er mestmegnis urriði. Mjer var því
áhugamál að kynna mjer smádýra- og jurtalífið í
veiðivötnunum á þessu svæði og annað ásigkomu-
lag þeirra. Hjer á landi eru ýms vötn, sem enginn
silungur er í. En til þess að geta svarað þeirri
spurningu, hvort ekki mætti hafa silung í þeirn, þarf
fyrst að vita, hvort þau hafi hin nauðsynlegu skil-
yrði fyrir því, að silungur geti þrifizt í þeirn og
veiðivötn hafa.
Eins og áður er getið, fór jeg fyrst austur í
Upp-Grafning til þess að kynna mjer Þingvallavatn
sunnanvert og veiði í því. Feddersen var viðnorð-