Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 17
11
deild, en fjell í efri deild rneð eins atkvæðis mun.
Að siðustu var það svo vakið upp á aukaþinginu
1894 í efri deild; sjera Þórarinn var þá forseti í
neðri. Þá var sil nýbreytni, að hjeraðsfundir legðu
á nefskattinn í hverju prestakalli, misháan eptir þörf-
um og ástæðum. í það skiptið gekk frumvarpið
gegn um efri deild, en varð ekki útrætt í neðri.
Saga þessa máls er merkust að þvi, hve vel
hún sýnir kapp sjera Þórarins að hafa sitt fram, á
einhvern hátt; þrautseigur og þjettur, en þó furðu
samningagóður. Mest lá honum á hjarta breytingin
á launum presta, þeim til hagsbótar, en þegar hann
sá því máli eigi framgangsvon um sinn, varði hann
öllum sínum krapti til kirknagjaldsfrumvarpsins, í
því trausti að prestagjaldsfrumvarpið yrði auðsótt-
ara á eptir.
Síðasta stórmálið i hinni kirkjulegu löggjöf,
sem sjera Þórarinn hafði með höndum, var frum-
varpið um stjórn hinna andlegu mála undir forustu
biskups með ráðaneyti, kosnu af kirkjuþingi, er ár-
lega kæmi saman; þá skyldi og biskup kosinn af
klerkum og leikmönnum. Frumvarpið kom fyrir
synodus 1893 og siðan inn á þingið, en alls ekkert
var um það rætt. Öllum var það ljóst, að ómögu-
legt var að koma því tvennu saman, að kirkjan
hefði fulla sjálfsstjórn og væri þó kostuð af rikinu.
Þar sem optar stje sjera Þórarinn fæti út fyrir vje-
bönd rikiskirkjunriar, þótt hann í ræðum ogriti væri
hennar öflugasti talsmaður.
Litlar líkur eru til þess að sjera Þórarni hefði orðið
tnikið ágengt i hinu kirkjulega lagasmiði sinu, þótthon-
um hefði enzt heilsa og lif lengur; þingið var orðið
fráhverft kirkjulegri lagasetning, orðið »ókirkjulegt«
sem svo er nefnt, en orsökin til þess er eigi sizt sú,