Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 116
110
mótum); en nú er það að mestu grasi gróið; en fyr-
ir 30 árum var að eins lítill hólmi í því. Kvíslar
Þverár eru þannig, að hún klofnar framundan Saf-
amýri, heitir nyrðri kvíslin Djúpós, en hin syðri
Fjarkastolelcur, renna þær kringum stóra eyju og
sameinast aptur fyrir austan Háfshverfi og renna
svo út í Þjórsá mjög neðarlega; þessi neðsti hluti
þeirra kallast Fiskivatn og er mjög breiður. Ur
Fjarkastokk rennur aptur Hólsd í suður út áGljána
fyrir austan Þykkvabæ. Hún er nú minnst afþess-
um vatnsföllum, en er, eptir kortinu að dæma, mest.
Öll eru þessi vatnsföll breið, en víða grunn, með ál-
um og eyrum á milli, en flugsandur (vikuroandur)
og sandbleytur í botni og sama er að segja umYtri-
Rangá neðan til; jeg fór bæði yfir haua, Hólsá og
Fiskivatnið. í öllum þessum ám er töluverð silungs-
veiði. Silungurinn gengur víst allur úr sjó inn um
Þjórsárós og svo ýmist upp Þjórsá, eða (og mest)
upp Fiskivatnið, upp i Fjarkastokk og niður í Hólsá,
eða upp Djúpós og svo lengra upp í Þverá og Ytri-
Rangá.
I Þjórsá er lítið um silungsveiði, það jeg veit,
en þó er veitt dálitið frá Arabæ í Flóa og menn
verða varir við silung í henni uppi hjá Stóranúpi
og víðar. — Fiskivatnið og kvíslarnar fyrir ofan það,
ásamt Þverá, eru aðalveiðivötn Þykkbæinga og Háfs-
hverfinga. Þeir Þórður í Hala og Jón í Gvendar-
bæ i Þykkvabæ, er báðir hafa stundað veiði í vötn-
unum um langan aldur, gáfu mjer góðar upplýsing-
ar um veiöina og silunginu. Silunguriun er mest-
megnis urriði, en að eius lítið af bleikju, og helzt
þegar haustar. Sá urriði, sem veiðist fyrst, er sjó-
birtingur og er hann vænstur. Jón hefur fundiðsíli
í maga lians, en optast er hann með tóman maga.