Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 111
105
sem hjer er neínt »súra« (potamogeton perfo-
liatus), enn fremur slý nær landi, og svo nefndir
»slorpungar«, kúlumyndaðir þarar, á stærð við smá-
kartöflur, lágu í breiðum við landið. Smádýralífið
er mjög ríkulegt, smáskeljar, kuðungar hrossaflugu-
og mýlirfur og smákrabbar. Hornsíli sjást aldrei;
fiskiendur sá jeg á vatninu og allmikið er af fiugu
við það.
Tómas bóndi á Neðra-Apavatni fræddi mig vel
um veiðina;hann lætur sjer mjög annt um hanaoggef-
ur vel gaum að öllu, er að henni lýtur. Fiskuriun
er urriði og bleikja, en engin murta. Silungurinn
er að meðaltali 1 pd. slægður, stærstur 4 pd. Sjó-
birtings verður vart. A einum stað í vatninu er rið-
blettur út undan lind, er rennur í það; þar leggur
ekki á vetrum, en hitinn er ávallt 3—4° R. Apaá
rennur í vatnið; í hana gengur stór bleikja á vetr-
um, en engan riðblett vita menn um i henni. Veiði
er stunduð frá Neðra- og Efra-Apavatni, Útey, Aust-
urey, Haga, Hagavöllum og Vatnsholti (10 búendur).
Mestmegnis er veitt með laguetum, og möskvavídd-
in er minnst l1/,,"; sömu net eru böfð fyrir urriða
og bleikju. Einkum er veitt á haustin, þar til vatn-
ið leggur, og nokkuð á vorin, þegar ísa leysir; veitt
er um allt vatnið; en þó helzt nærri landi. A ein-
um bæ er stunduð álendisveiði á vorin, þ. e. smá-
riðin varpa er lögð meðfram landi og svo dregin að
landi á strengjum. Einnig er nokkuð veitt á vetr-
um í vökum, en menn álíta, að það borgi sig ekki.
í Apaá er veitt á vetrum með ádrætti, en að eins
á nóttu. Tómas segir, að veiðinni fari mjög aptur.
Fyrstu árin af þeim 10, er hann hefir búiðviðvatn-
ið, veiddi hann 8—10 þúsund, en rm 3—4 þúsund
að jafnaði árlega, og iik kvað meðalveiði vera hjá