Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 166
160
göngum í flóanum, því fiskur gengur nú sjaldnar
en áður á innmiðin (grunnmiðin) og alls ekki undir
Vogastapa, og á síðustu þremur árum hefur afli ver-
ið rýr alstaðar við flóann. Afleiðingin af þessum
breytingum hefur orðið sú, að bátaútvegi hefur hnign-
að mjög við innanverðan flóann, samfara því, að
þilskipaútvegur hefur aukizt í Reykjavík og á Sel-
tjarnarnesi. — Eins og alkunnugt er, hafa nú verið
brúkuð þorskanet við flóann í heila öld, auk hinna
vanalegu veiðarfæra. Fyrst framan af voru þau að
eins höfð á grunnmiðum frá Hafnarfirði að Voga-
stapa, en svo smáfærðust þau út með, út iKeflavík-
ur-, Leiru- og Garðsjó, og á síðustu árum hafa þau
verið nærri eingöngu brúkuð á þessu svæði. Að fara
að rekja sögu fiskveiða við Faxaflóa hjer er ekki
ætlun mín, nje að tala sjerstaklega um hvert einstakt
veiðipláss, því um það mál hefur verið ritað svo
mjög á síðari árum. Um langan aldur hafa verið
mjög skiptar skoðanir um netabrúkunina, og aðal-
atriðið, sem deilt hefur verið um, er það, hvort net-
in hafi verið orsök til þess, að fiskur hafl horfið úr
flóanum, eða ekki. Það lítur svo út sem flestir hafi
viljað kenna netunum um, því netalögin og hinar
ýmsu samþykktir um netabrúkun hafa verið þannig
lagaðar, að netabrúkun fengi þá takmörkun, sem
menn álitu nauðsynlega til þess, að netin gætu ekki
aptrað fiskinum frá að ganga inn ágrunnmið flóans.
I öðru lagi hafa menn viljað takmarka netabrúkun
af því, að þeir hafa ekki álitið hana borga sig, þv/
net hafa opt viljað missast af ýmsum orsökum. A
síðari árum virðast margir vera farnir að komast á aðra
skoðun um fyrra atriðið, eflaust af því, að menn hafa
ekki sjeð hinn tilætlaða árangur samþykktanna. —
Jeg ætla mjer ekki að svo stöddu að reyna að skera