Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 34
28
iö að eyðast siðan í fornöld, er áin eyddi graslend-
ið fyrir neðan. Nú er graslendið mest niður á sand-
inum og er þar allmikil byggð; þar eru víða lauf-
slægjur á sandinum, eintómt grávíðislauf, og svo eru
þar ágæt flæðiengi við lón nærri sjó; sumstaðar eru
sandarnir að gróa upp og vex á þeim mikið af mel-
gresi. Helzta graslendið liggur milli Jökulsár og
Brunnár; það framfleytir nú miklum peningi, um 40
kúm og 800 sauðfjár. Hraunkvísl allbreið hefir aust-
an ár runnið niður að söndunum, hún kemur út úr
klaufinni milli Tungufells og hálsanna fyrir ofan
Skinnastaði og hefir ollið upp úr eldgigum suður á
Tunguheiði, sem kallaðir eru Borgir; munum vér
geta þeirra nánar síðar. Ilraun þetta er rajöggam-
alt og jarðvegur mikill ofan á þvf með lynggróðri
og skógarkjarri; hraunið hefst á aðalveginum miðja
vegu milli Ærlækjar og Skinnastaða og nær að
Brunná hjá Klifshaga; áin hefir grafið sér djúpan
farveg fram með hraunröndinni, en hinu megin eru
háir bakkar úr sandi og leir.
Sandfellshagi stendur skammt fyrir neðan Sand-
fell, við veginn, sem liggur upp á Axarfjarðarheiði,
jörðin er landssjóðsjörð og pryðilega setin; Björn,
bóndi Jónsson heflr gert þar mjög miklar jarðabæt-
ur og er slíkt fátítt í Þingeyjarsýslu; tún eru viðast
í órækt i suðursýslunni, en betri í norðursýslunni,
syni á Rauðuskriðu 7. okt. 1729 til Árna Magnússonar segir frá
eldgosunum miklu við Mývatn og því næst: »viðlikan yfirgang þó
með öðrum liætti hefir Jökulsá i Axarfirði liaft á þessu ári, þar
sem liún með stórum yfirgangi og stórhlaupum hefir fordjarfað
allt engi, sumstaðar tún og mikið af graslendi í Jiremur sveitum,
so það horfir rétt til eyðileggingar, skuli harðindi upp á falla, so
það lítur mjög aumlega út fyrir oss í þessu héraði, nema guð
geri þar hót á« (A. M. Access. nr. 1. h'ol).