Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 130
124
en fleira er peningavirði en það, sem selt er til út-
landa.
II. Laxveiðar
hafa um langan aldur verið stundaðar í ám þeim,
er falia um Suðurlandsundirlendið, einkum í Hvítá,
Ölvesá og Þ.jórsá, og ám þeim, er í þær renna. —
Jeg fór með Ölvesá frá ósum upp að Laugardælum.
Við hana eru á síðari árum aðalveiðistöðvarnar, þar
sem Hvítá og þverám hennar hefur farið mjög apt-
ur. Frá því nokkuð fyrir ofan Arnarbæli og niður
að ósi er áiu mjög breið ('/i—’/3 mílu), sendin í botni og
rennur í 2 aðalálum, og eru þar margar eyrar í
henni. A þessu svæði er i henni rnjög mikið af sel,
enda á hann hjer friðland fyrir skotum. Er hjer
stunduð kópaveiði frá Arnarbæli, úr Kaldaðarness-
og Hraunshverfum. Laxveiðar oru hjer engar, en
reynt hefur verið (í tíð sjera ísleifs) að veiða í lag-
net við hólma fram undan Arnarbæli; fengust tveir
stórlaxar í einn netstúf. Ádráttur hefur nýlega ver-
ið reyndur, en ekki lánazt. Ofan til í eystri álnum
er veitt frá Auðsholti. Frá Kotferju og upp fyrir
Laugardæli er áin mjó, og víða mjög straumhörð,
botninn er hraunbotn með gjótum og kötlum, svo
þar eru víða góð fylgsni fyrir lax og silung. I lax-
og silungsmögum verður opt vart við síli og á fisk-
inum er opt lás (þessi lús er smákrabbi, sem kemur
á laxinn og silunginn í sjó, en fer af þeim i vatni.
A. Fjeldsted hefur sagt mjer, að hún sje öll farin
af fiskinum 2 dögum, (sólarhringum), eptir að hanrt
er kominn 1 ósalt vatn). Á síðustu 5 árum befur
orðið vart við, að lax hefur safnazt um veturnætur
í lygnan krók, rjett vestan við brúna. Botn
kvað vera þar með gjótum og jafnvel volgar upp-