Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 96
90
svo að þeira, sem því máli vildu skeyta, gæíist kost
ur á milli þinga að iáta álit sitt og skýringar í ljósi.
Orsakir til sveitarþyngslanna eru naumast, sizt
mestmegnis, ónóg eða óhagfelld fátækralög, heldur
eru þær að miklu leyti af öðrum rótum runnar,
sem jeg skal nú leitast við að benda á.
1. Fátækt landsmanna og atvinnuleysi er ein
aðalorsök tll hinna miklu sveitarþyngsla. Vinnan
verður sí og æ dýrkeyptari og hjúahald erfiðara og
kostnaðarsamara. Eyðsla eykst á margan hátt og
þarfir manna fjölga, sem ekki virðist í neins manns
valdi að sporna á móti. Framleiðsla eykst eigi að
sama skapi, en flestar vörur landsmanna hafa á
seinustu 10 árum stórkostlega fallið í verði, t. d.
dúnn, iax, smjör, ull og jafnvel kjöt. betta ástand
getur eigi annað en haft rýrnun efnahagsins i för
með sjer. Til sveita er óvíðast önnur atvinna á
vetrum en skepnuhirðing og litilfjörleg innanbæjar-
vinna, sem menn eru sjaldan teknir utanheimilis til,
sízt nema upp á mat. Atvinna við sjó bregzt opt
árum saman, og má þá geta nærri afleiðingunum
fyrir fátæka fjölskyldumenn, sem þangað hafa sótt
á fiskiárunum eða alið þar allan aldur sinn.
2. Þá á áhugaleysi og getuleysi ungra manna
að efnast og saína eigi alllítinn þátt i hinum auknu
sveitarþyngslum. Kaup karla og kvenna er að
minnsta kosti orðið helmingi meira nú en það var
fyrir 20—30 árum, án þess þó að meiri vinna, nema
miður til, sje leyst af hendi en þá var. En þó eiga
menn nú með þessu háa kaupi jafnvel minna til,
margir hverjir, en áður, er þeir fara að eiga með
sig sjálfir. Prjál og eyðsla áður óþekkt höggur drjúgt
skarð í kaupið, en það auðvitað aldrei til nauðsyn-
legra hluta látið seinna meir, sem eytt er til óþarf-