Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 134
128
Hjálmholti, Oddgeirshólum (3 bæir) og Brúnastöðum
í Flóa, Áhrauni, Útverkum, Miðbýli, Fjalli og Iðu á
Skeiðum. í Öndverðarnesi er það álit manna, að
optast örvist veiði þar einum sólarhring eptir að vel
hefur veiðzt niðri á Selfossi og- Laugardælum, svo
eptir því ætti laxinn að vera einn sólarhring aðfara
upp þann kafla árinnar. Eitt sinn vita menn til að
fiskhryggur hafi fundizt þar í laxmaga; annars ekk-
ert. Selur er þar allmikill í ánni og kæpir þar;
hann er hataður þar af mönnum, því bæði rífur
hann netin og etur iaxinn úr þeim; jeg sá þar ný-
veiddan 18 pd. lax selrifinn og skömmu áður hafði
hann nærri því etið upp 20 pd. lax. Þó skjóta menn
hjer ekki selinn, og halda jafnvel, að hann sje frið-
helgur alstaðar. Jeg ljet háf liggja úti um nóttina í
ánni; hann hálffylltist af leir, en ekkert fann jeg kvikt
i honum, nema einn smákrabba, svo ekki er mikið
smádýralíf í ánni.
Iljer og annarsstaðar við neðri hluta þessa kafla
árinnar er eingöngu veitt í lagnet, á svonefndum
»látrum«. Netin eru víðast króknet: grjótgarður
(sumstaðar, t. d. eins og á Ármóti alllangur) er hlað-
inn út í ána; við enda hans er kláfur og annar
nokkru ofar jafnlangt frá landi. Milli kláfanna er
fest smáriðið »fyrirstöðunet«. Frá efri kláfnum ligg-
ur aðalnetið 3—10 f. út í og fram ána, og á ytri enda
þess kútur; frá þessum enda liggur netstúfur, með
kút á innri enda í áttina að garðsendanum og mynd-
ar krókinn. Þessi tvö net hafa lögboðna möskvavídd
eða meir. Optast er vitjað um á báti. Byrjað er
að veiða 15. júní og hætt snemma í ágúst. Veiðin
er að þverra. Áður var talin meðalveiði í Öndverð-
arnesi 100 laxar, 800—1000 kr. virði, nú um 400 kr.
í sumar veiddist litið, 2—3 laxar á dag, eða minna,