Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 66
mörg þeirra eru smá; milli vatnanna eru uppblásin
uröarholt, en sumstaðar flóar; allt er hálendið flatt,
því holtin og öldurnar eru svo lágar, aö mishæð-
irnar eru varla teljandi. Norðurhluti heiðarinnar,
noröur aí' Búrfelli, takmarkast að austan af Sval-
barðshnúkum, að vestan ai Hvannstaðafjöllum, en
að norðan er Þverfell og hálsar kringum það, skilja
þeir Búrfellsheiði frá Axarfjarðarheiði. Frá Búrfelli
riðum við til norðvesturs um stórgrýtt urðarholt og
mýrar upp undir Hvannstaðafjallgarðinn og upp í
hann; þoka var nokkurí fjöllunum og glapti sýn fyrir
okkur; gerðum við fyrst tvær tilraunir til þess að
komast upp á fjöllin, en þær mistókust, af þvi þver-
hnipt gil uröu fyrir oss; móbergsfjöll eru optast svo
sundurgrafin, og gljúfrin og skorurnar dyljast svo
vel, að ókunnir menn komast í ógöngur fyrr en þá
varir. Þriðja tilraunin heppnaðist, við klöngruðumst
yfir ýmsa grafninga, riðum um bungur, mela og
hvilftir, unz djúpt og þröngt gil varð fyrir oss efst
í fjallgarðinum, það er vatnslaust og liggur í norð-
vestur; þar er bratt á báðar hliðar og stórgrýtt mó
bergsurð í botni; á vorin hlýtur að renna stór og
ströng elfa eptir gilinu; vatnslaus gil eru mjög al-
geng f móbergsfjöllum í þessum héruðum. Við
riðum niður í gilið og eptir þvi um stund, þótt klung-
ur væri víða á leiðinni; loks komura við að ófæru
gljúfri og urðum að fara upp úr gilinu, riðum svo
enn um axlir, dældir og bungur og komum loks
vestur af í dal þann, er liggur yestan við fjöllin
suður afSauðafelli. I Hvannstaðafjöllmn er sama létta
gráa móbergið, sem er í Haugsfjallgarði og móhella
sumstaðar, hvergi eru þar gangár eða blágrýtislög
innan um móbergið. A fjallgarðinum eru 2 eða 3
háir hnúkar, sem kallaðir eru Gagndagahnúkar.