Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 182
17G
barnsstað, er hann skyldur að færa hann íram sem
sitt eigið barn (§ 7). Ef framfærslumaður eigi vill
framfæra þá, er honum ber skylda til og er þó eigi
sjálfur þurfandi sveitarstyrks, ákveður amtmaður
fúlgu þá, er hann skuli greiða, og fer um innheimtu
og afplánun fúlgu þeirrar, sem um innheimtu og
afplánun fúlgu með óskilgetnum börnum (§ 9), þó
getur meðlag frá konunnar hálfu með manni henn-
ar eigi afplánazt, heldur að eins orðið tekið lögtaki
(§ 13). Húsbóndi skal innan tiltekinna takmarka sjá
hjúi sínu sjúku fyrir framfæri (§14). Um skyldu læri-
meistara að sjá lærisveini sinum, er sýkist, fyrir
aðhjúkrun og lækning fer sera segir í lögum 30.
marz 1889 § 11 (sbr. isl. lög um iðnaðarnám 16.
septbr. 1893 § 11) o. s. frv. (§ 15). Sá, sem sveit-
arstyrks þarfnast, á rjett til framfærslu í þeirri
sveit, þar er hann siðast hefir dvalið 5 ár samfieytt,
án þess hann hafi á þeim tíma notið fátækrastyrks
(§ 16). Hafi hann hvergi unnið sjer sveit, á hann
sveit í fæðingarhreppi sfnum (§ 17). § 21 skipar
fyrir um það, að ákveða skuli íæðingarhrepp hvers
barns þegar eptir fæðing þess. Giptar konur eiga
framfærslusveit manns síns. Ekkja eða fráskilin
kona heldur framfærslusveit manns sfns, þangað til
hún sjálf hefir unnið sjer sveit annarstaðar. Skil-
getin börn innan 18 ára eiga framfærslusveit for-
eldra sinna eða þess, er lengur lifir. Stjúpbörn eiga
framfærsluhrepp stjúpföður eða stjúpmóður, óskilgetin
börn framfærsluhrepp móður. Ættleiðingur á frarn-
færslusveit þess, er hann hefir ættleitt (§ 22). Ut'
lendingar öðlast framfærslurjett, þá er þeir fá rjett
innborinna manna (§ 23). Styrk, sem einhverjuni
er veittur eptir að hann hefir náð 18 ára aldri, má
heima af honum í lifanda lffi eða úr dánarbúi hans