Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 171
165
urburði á miðum utan Skaga, eða síldarbeitu á þil-
skipum og niðurburði frá þeim, er þau fiska út aí
Skaga. Eptir því, sem sagt hefir verið hjer á und-
an, lítur ekki út fyrir, að netin fæli fiskinn burtu,
en að hann öllu heldur staðnæmist við þau og jafn-
vel opt um langan tíma. Hvað skoðanir manna á
niðurburðinum snertir, þá virðast þær ekki á næg-
um rökum byggðar, þótt ekki sje hægtaðneita þvi,
að fiskur kyrrist stundum við niðurburð, en ekki
lítur út fyrir, að Frakkar hafi dregið fiskinn svo
mjög á djúpið um hinn langa tima, er þeir hafa
fiskað á djúpmiðum austan fjalls og út af Skaga,
og sízt ætti hinn »rjetti« netafiskur að kyrrast við
niðurburð. Fiskigöngur eru háðar skilyrðum og or-
sökum, sem ekki er svo auðvelt að segja, hverjar
eru i það og það skiptið, en tvennt ræður einkum
fyrir göngum fiska: fæða og hrygning. Fæða þorsk-
sins og inargra annara fiska (síld, loðna, sandsíli og
krabbar) er aptur i göngum sínum háð líkum skilyrð-
um. Þessi dýr lifa at' smákröbbum og öðrum smá-
dýrum, sem aptur lifa af hinum minnstu dýrum og
jurtum, sem hrekjast um við yfirborð sjávarins fyr-
ir falli og vindi, ósýnileg berum augum. Hitinn í
sjónum hefir einnig sína þýðingu, því fiskurinn er
allnæmur fyrir áhrifum hita og kulda, og svoervið-
gangur hrognanna bundinn við viss hitatakmörk.
Hitinn fer aptur mjög eptir straumunum. Straum-
arnir (og þar rneð vindar, sem blása um hríð úr
sömu átt og þannig koma til leiðar yfirborðsstraum-
um) verða því undirstöðuskilyrðin fyrir fiski-
göngum. Menn mega því vera mjög varkárir í því,
að segja um orsakir í mörgum einstökum tilfellum
og ekki vera of fljótir til að gefa hinu eða þessu
veiðarfæri sökina. Jeg vil hjer benda á, að í öðr-