Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 137
131
hann líka, en hafði þar ekkert næði fyrir ofsóknum.
Adráttarveiði var eingöngu höfð. Hann hefir gjört
tilraun með lagnet, en ekki lánazt. Bezt veiddist í
stórstrauma og i ausUmvindi, því laxinn leitar þá
líklega skjóls við austurbakkann, og betur á kvöld-
in og þegar nótt fer að dimma. Hrygnur veicdust
fyrst á hverjum veiðitíma, en hængar og smálax
(snurtar) síðar. Aldrei hefir hann orðið var við lús
á laxi og þó opt gætt vel að. Stærstu (elztu) hæng-
arnir hafa haft svo djúpa holu í efra skolti, að varla
hefir verið eptir nema roðið eitt. Jeg skoðaði veiði-
stöðvarnar hjá Kópsvatni; þær voru í 2 hvljum í
austurál árinnar, er þar myndar miklar eyrar (Kóps-
vatnseyrar). Við hylji þessa eru á tveim stöðum
malarbrot, sem iaxinn hrygndi mjög á áður, en nú
ekki lengur. Eptir 1860 fór veiðin að aukast niðri
í Hvitá og Ölvesá og tók þá veiðin upp frá að þverra
og sá lax, sem veiddist, var iðulega raeð netaförum.
Hve mjög veiðin er nú þrotin, má sjá af því, að nú
reynir Sigurður ekki lengur að veiða, og í fyrra fór
bóndinn í Gröf daglega með lax- og silungsnet, og
fjekk að eins einn lax.
I Brúará var áður töluverð laxveiði og gekk
laxinn eptir Hagaós upp í Apavatn, og enn verður
einstöku sinnum vart við lax í vatninu. I læknum
»Fullsæl«, sem rennur í Brúará milli Efri- og Syðri-
Reykja, var áður rnikil veiði og veitt fram eptir
öllu hausti.
Guðmundur í Laugarási álítur, að lax hafi ef-
laust hrygnt í læknura. Brúará er tært bergvatn.
í Tungufljóti gekk lax áður að Vatnsleysufossi,
en nú er öll veiði þrotin í þessum ám.
Litla-Laxá rennur i mjög litlum halla um neðri
hluta Ytri-Hrepps og út í Stóru-Laxá, og er því
9*