Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 162
f. 14,4 p. m. og sjónum í yfirborðinu 31,4 p. m. Upsi
kemur í gjána um undirgöng.
A milli Reykjaness og Garðsskaga eru veiði-
plássin: Hafnir og Suðurnes (Stafnnes og Miðnes).
Þau hafa frá fornu fari verið aflapláss, einkum Hafn-
ir. Sjór er stundaður þar allt árið um kring og
sams konar veiðarfæri og beita og í veiðistöðunum
austan Reykjaness, og á síðari árum hafa einnig
verið teknar hjer upp lóðir, síðari hluta vetrarver-
tíðar, allt að 20 hndr. langar og optast beittar í landi.
Menn eru nú farnir að nota síld til beitu og álita
hana nauðsynlega, vegna þilskipanna úr Faxaflóa,
er koma með síld þar i sjó á miðri vetrarvertíð.
Einn maður í Höfnum hefur veitt loðnu í háf úr
kaffisekk til beitu og gefizt vel. Landbeita er sand-
maðkur og aða. Fremur hefur verið apturför í fisk-
veiðum á síðari árum. Fyrir 20—30 árurn gengu
úr Höfnum 12 skip, tí—tólfróin, nú 10 tí—áttróin
eða sexróin. Kringum 1860 komu 4—5 tregfiskisár
í Höfnum og 1871—72 fiskileysi á Stafnnesi, og síð-
ustu 3 vetur hefur litið aflazt i öllum þessum veiði-
plássum. Úr Höfnunum er á vetrum einkum róið í
»Polla«, suður með Reykjanesi, og í »Norðursjó«, út
undan Stafnnesi. Botn er hjer víðast leirbotn. ■—Föll
fara hjer mjög eptir vindi; suðurfall undir og í norð-
anátt, norðurfall í sunnanátt. Bezt fiskast um falla-
skipti. — Fiskigöngur höguðu sjer áður optast þann-
ig, að eptir Þrettánda kom opt djúpsig (vestanganga)
í Norðursjó og svo sílis- (loðnu)Köngur sunnan með.
En nú á síðari árum hafa sunnangöngurnar (=aust-
angöngur austan Reykjaness) verið miklu stopulli
en áður, og ætla menn, að flestar göngur hafi komið
úr SV-djúpi frá Eldeyjum og opt loðna með. Auk
þess gengur flskur nú miklu seinna en áður, ekki