Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 136
130
svæði var áður víða mikil veiði, en er nú að mestu
leyti þrotin. Neðsti riðbletturinn, sem menn vita
hjer af,er á Kópsvatnseyrum. Veitt er (eðavar)frá
Auðsholti (3 bæir) í Biskupstun<>um, Hvítárholti,
Bryðjuholti, Kópsvatni, Gröf, Skipholti, Haukholtum,
og Tungufelli að austan, frá Bræðratungu og Höfða
í Biskupstungum að vestan.
I Auðsholti hefir verið veitt um langan aldur.
Áður en laxveiðilögin komu, var veitt fram á haust,
til veturnótta, en sá lax, sem þá fekkst, var orð-
inn mjög magur; en mest var þó veitt framan af
sumri, og til rjetta. Fyrir 50 árutn fengust, eptir
sögn Tómasar Guðmundssonar í Auðsholti, sem nú
er gamall maður, 100—200 laxar á ári, en nú mest
50—60, optast ekki nema um 20. Ekki ber neitt á
því, að laxinn sje nú smærri en áður.
Veiðinni fór að hnigna, þegar laxinn fór að
verða verzlunkrvara og enn meir eptir að veJðilög-
in komu. Selur gjörir hjer nokkurn skaða, en sum-
ir halda, að hann reki laxinn upp í uppárnar,
(og sje því til bóta). — Því næst kom jeg að Kóps-
vatni; gaf Sigurður Magnússon mjer góðar upplýsing-
ar um veiðina hjá sjer. Iíann hefir stundað veiði í
nærri hálf'a öld, og tekið vel eptir mörgu þar að
lútandi. Árið 1855 (það ár byrjaði hann búskap)
fekk hann 300 laxa (sá stærsti var 32 pd.), auk sil-
ungs. Árin þar á undan fiskaðist líkt, og þá þótti
ekki góður afli, nema nógur lax væri einu sinni á
dag handa öllu fólki allt sumarið. Þá var byrjað
að veiða um Jónsmessu og haldið áfram til jóla.
Nokkrum árum áður en hann fór að búa, veiddust
einu sinni á jólaföstu 50 laxar einn dag, isvonefndri
»Riðholu«, þar sem laxinn var íóðaönn að lirygna.
í læk þar skammt frá,sem heitir Skipholtsgil,hrygndi