Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 152
14«
því þorri er byrjaður, og þá fyrst fer að verða fisk-
vart fyrir innan hraunið. Komi hann fyr inn á,
staðnæmist hann á hrauninu. Menn álíta hjer al-
mennt, að þorskgöngur á vetrum sjeu annaðhvort
»austangöngur« (úr SA.) og marka það af því, að
þegar smágöngur koma, verður fyr fiskvart í Vík,
en lengra vestur með, eða »djúpsigafiskur« (úr S.
eða SV.). Með göngum er optast síli, helzt loðna,
og hvalir. Fiskur gengur bezt á grunn í aflands-
vindi, en ekki í útsynningi. Töluverð breyting hef-
ur orðið á fiskveiðum og fiskgöngum á þessari öld.
Þannig sagði mjer gamall maður, Finnbogi í Prest-
húsum, að fyrir 1820 hefði lengi verið fiskileysi í
Mýrdal og að eins 1 bátur gekk lengi þaðan, svo
byrjuðu 2 menn að fara til Eyja (Vestmannaeyja)
og svo að fiska heima fyrir. Fyrir 20 árum voru
mörg fiskileysisár, en eptir 1880 fór að lifna við
aptur. Á síðustu árum hefur aflazt vel og ekki lit-
ur út fyrir, að fiskafia fari neitt aptur. Eptir 1858
fór að veiðast ýsa, sem áður hafði fengizt að eins
lítið eitt. Nú er nærri J/s hluti vertiðaraflans ýsa.
Afli á hrauninu á vorum hefur rjenað mjög, einkum
er langa og lúða nærri horfin, en áður var mikið af
hvorritveggja, og kenna menn enskum lóðaskipum
um, sem voru mjög tíð 1894—1895, en nú fremur
fá (jeg sá tvö djúpt fram undan Vik). Áður voru
austangöngur tíðar, en á síðustu 3—4 árum hafa
þær verið sjaldgæfar og hefur mönnum virzt þorsk-
ur og ýsa koma mest beint úr hafi, eða vestan með.
Mikið er af lmisu við Mýrdalinn á vetrum og eru
menn nú að hugsa um að skutla hana.
Við Eyjafjalla- og Landeyjasand hefur lengi
verið útræði, en á síðari árum hefur fiskveiðum og
sjósókn hnignað, enda eru veiðarnar mest stundað-