Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 121
115
miðja að sögn töluverð veiði at vænum silungi, en
nú ensíin.
í ám þeim, er falla til sjávar milli Mýrdals-
sands og Brunasands, er, eptir sögn Páls Jónssonar
skólapilts frá Seglbúðum í Landbroti, töluverð sil-
ungsveiði, mest i Hvalsilú (sem rennur jafnhliða
Skaptárósi), Skaptárósi, Veiðiósi, Steinsmýrarfljóti og
Grœnlœk, nokkuð í Tungufljóti, en að eins lítið í
Skaptá ofanverðri og i Kúðafljóti. Silungurinn er
flestur sjógenginn (mestmegnis urriði) og gengur
bæði á vorin, í miðjum maí (og er þá nokkuð veitt)
og í byrjun ágústmánaðar (aðalveiðitíminn) og verð-
ur allstór, að meðaltali 3—4 pd., stærstir 10—15
pd. og koma þeir helzt í byrjun hverrar göngu. Á
haustin er veitt nokkuð af riðsilungi uppi í Tungu-
fljóti, Steinsmýrarfljóti og Grænlæk. Selur er mjög
mikill við Kúðafljótsós og nokkur við Veiðiós, en
vanalega lítið um hann við ósa Skaptár og Hval-
sikis; en því taka menn eptir, að þegar liann leggst
að Skaptárósi, þá þverrar veiði þar. Veiðin er ein-
göngu ádráttarveiði og hafa menn nú opt blý á
botnteini í stað leggja. Opt fá menn yfir 50 silunga
á dag. Landbrotsmenn veiða í Skaptárósi og í
Grænlæk, Siðu- og Brunasandsmenn í ílvalsíki, Með-
allendingar í Steinsmýrarfljóti og Skaptártungumenn
í Tungufljóti. Meðalveiði mun vera rúm 4000 ár-
lega.
í Hlíðarvatni í Selvogi er nokkur silungsveiði
á haustum, mest bleikja, frá Hlíð, Stakkavík og Vogs-
ósum. Vogsósaós, sem fellur til sjávar úr vatninu,
er nú nærri stíflaður af sandi, án þess nokkuð hafl
verið gjört til þess að dýpka hann aptur; við þetta
hefur vatnið stækkað norður og austur á við. I
Herdísarvíkurtjörn var flutt bleikja fyrir 30—40 ár-
8*