Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 188
182
sjálfur unnið fyrir sjer sakir elli, likaras- eða sálar-
sjúkleiks, eða likamsbrests, eigi efni til frarafærslu,
nje eigi nokkurn að, er beri skylda til hann fram
að færa, þá skal honum veitast nauðsynlegur fá-
tækrastyrkur (§ 1). Þurfi aðrir sveitarstyrks, skai
þeim veittur hann, eptir því sem hlutaðeigandi sveit-
arstjórn þurfa þykir (§ 2). Hver vinnandi maður
skal, án hjálpar sveitarinnar, framfæra sig, og börn
sin til 15 ára aldurs; svo skal og hver vinnandi
karlmaður framfæra konu sina. Annars skulu for-
eldrar og börn framfæra hvert annað eptir þvi sem
með þarf og efni leyfa f§ 3). Hjú sin og ýmsa
aðra i sinni þjónustu skal húsbóndi framfæra, þang-
að til vistartiminn er útrunninn, svo að þau þarfnist
eigi sveitarstyrks (§ 4).
Framfærslusveit á sænskur borgari jafnaðarleg-
ast í þeirri sveit, þar er hann hefir siðast verið tal-
inn eiga heimili við manntal og skattskrift1 eða
hefði átt að vera talinn til heimilis iögum sam-
kvæmt (§ 22). Sá, sem er fullra 60 ára, heldur
þeirri framfærslusveit, er hann þá átti (§ 23). Kona
á framfærslusveit manns sins, nema hún vinni sjer
sjálf sveit eptir dauða hans eða eptir að hjónaband-
inu á annan hátt hefir verið slitið. Skilgetið barn
innan 15 ára á sveit föður síns, meðan hann lifir>
en móður sinnar, ef hún lifir mann sinn, og sjeu báð-
ir foreldrarnir dánir, þá sveit þess, er lengur hefir
lifað. Oskilgetið barn fylgir sveit móður sinnar (§
24). Hafi maður handa sjer, konu eða ómyndugu
barni þegið fátækrastyrk fsamkvæmt § 1), áður en
1) Manntal og skattskrift fer fram árlega um land allt ogsjer-
staklega fyrir hvern stað og sókn á timabilinu frá miðju nóvbr.
til loka desbr., sbr. tilsk. frá 20. júli 1860.