Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 173
167
lóðir og net hvað innan um annað, og það dugar
ekki, að leggja netin þjett hvert við annað, svo þau
fari i eina bendu, ef sjór ókyrrist. Hjer kemur þá
að tveim merkilegum atriðum í netamálinu: þrengsl-
unum í Garðsjó, þegar flest skip úr flóanum eru
komin þar saman á litinn blett með net og færi, og
eptirlitsleysinu, sem hefir orðið orsök til þess, að ó-
regla og skeytingarleysi hefir opt verið meira en
hollt hefir verið fyrir góð aflabrögð og samlyndi
raanna við flóann. Þar sem svo stendur á, verður
að vera gott eptirlit, því það er illt, ef menn að ó-
sekju hafast það að á sjó, sem þeir mundu jafnvel
sæta hegningu fyrir, ef það væri gjört á landi.
Jeg álít þvi mjög æskilegt, að framvegis yrði
haft gott eptirl.it um netalagnatímann á vetrum (gufu-
bátur, t. d. »Oddur«, gæti ekki kostað ósköpin öll i
6—8 vikur), að próflagnir yrðu hafðar á ýmsum stöð-
um í flóanum framan af vetrarvertíð, og að lóð yrði
clcki hönnuð um vetrarvertið, nema innan um net.
1857 voru allar tímatakmarkanir á netabrúkun í
Lofoten í Noregi afnumdar, en jafnframt sett öflugt
eptirlit til að gæta reglu á sjó, þar á meðal, að þeir
sem brúka net, lóð eða færi, sjeu hverjir á sfnu
svæði. Að hafa mjög mikið af netum i einu í Gfarð-
sjó framan af vetrarvertíð, einkum ef landgöngur
eru, er efamál hvort hollt sje, þar sem líkur eru
til. að fiskur nemi staðar við netin, og svo er sjór
þessi þar að auki ekki eins kyrr og æskilegt væri.
Að ekkert skip hafi nema eina netatrossu framan af
vertið í Garðsjó, álít jeg heppilega takmörkun; en
þar getur veðrátta ráðið miklu; sje hún kyrr, er
minni hætta. Þessar skoðamr á málinu ljet jeg í
ljósi á fundi þeim, er haldinn var i Görðum lð.sept.
í sumar, er leið, af nefnd þeirri, er sett var til að