Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 167
1G1
úr þrætunni, því til þess þarf meiri þekkingu á fiski-
göngum í flóanum en þá, er jeg hefi enn getað afl-
að mjer. Jeg ætla að eins að skýra frá þvi helzta,
sem jeg fjekk að vita um fiskiveiðar og fiskigöngur
á netasvæði því, sem nú er.
Merkasta svæðið er nú Garðsjórinn. Svo kall-
ast það svæði, er liggur tæpa milu norður frá Gfarð-
skaga og hjer um bil jafnlangt NA frá Garðinum,
inn að Hrafnkelsstaðabergi miðju. Þar tekur við
Leirusjór. Dýpið er, samkvaunt hinu bezta sjókorti,
er til er (i 6 blöðum, gefið út af det kgl. danske
Sökortarchiv), hvergi meira en 25 fðm. (s/4 milu N
af Skaga), en viðast kringum 20 fðm. Þetta jatna
dýpi nær tæpar tvær milur út frá Garðinum, en svo
fer að grynnka, þegar nálgast Syðrahraun, sem er
allvíðáttumikil grynning hjer um bil í beinni linu og
mitt á milli Skaga og Akraness. Á hrauni þessu er
víða grunnt, grynnst 7 fðm. 2'/2 mílu NA af Garð-
inuro. Við SA-jaðar þess liggur »Sviðið«, aðalmið
Innnesjamanna. Garðsjórinn er þvi SV-hlutinn af ál
þeim, er liggur roilli Syðrahrauns og Garðskaga, og
má skoða álinn aðalfiskileið inn í suðurflóann, því
kunnugir menn segja, að sjór brotni á Hrauninu,
þegar mikil ólga er í sjó. Net eru lögð í Garðsjó
dýpst 3/<—1 milu frá landi á »Setum« i NA frá
Garðskaga. Þetta mið er álitið bezta færamið iGarð-
sjó. Flatarmál þess svæðis, sem veitt er vanalega
á í þessum sjó, er varla meira en 2/s Q mílu. Föll
eru opt svo hörð, að dufl fara í kaf. Flest skip hafa
tvær netatrossur, þannig, að fjögramannaför hafa
3—4 net, sexæringar 6—8 og og áttæringar 10 — 12
net í trossu. Þeir sem nú brúka net, eru miklu færri
en áður. Menn brúka netin i sifellu, þegar gæftireru
og i þau afi.ast, án þess að þurka þau á milli og
11