Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 97
91
ans. Börn eru einatt hjá fátækum foreldrum kaup-
lítið eða kauplaust fram að þeim tíma, er þau gipt-
ast og fara að eiga með sig sjálf, og er þess ekki
að vænta, að slikt fólk eigi neitt verulegt til, þeg-
ar það byrjar sjálfsmennskuna, hvort sem það svo
sezt að í húsmennsku eða tekur til búskapar. Af
þessu hvorutveggja leiðir hinar allt of almennu ör-
eigagiptingar. Safnist slikum mönnum fljótt ómegð
eða heilsan bili, þó að ekki sje neraa um stundar-
sakir, þá eru þeir, eins og auðskilið er, miður færir
um að bjargast, að öðru jöfnu, svo sem ráðdeild og
dugnaði, heldur en ef þeir hefðu byrjað sjálfsmennsk-
una með töluverðum efnum. Ahuginn að bjargast
verður og eðlilega opt minni lijá þeim, þá er í
sjálfsmennskuna er kornið, sem ekki lögðu stund á
að efnast, meðan þeir voru ungir og einhleypir.
3. Þá er og eigi hvað minnsta orsökin til
sveitarþyngsianna vond sveitarstjórn. Jeg ætla ekki
að gjöra svo mikið úr því, þó að það engan veginn
sje lítilvægt, að marga hvérja sveitaistjórn vantar
bæði þekkingu, ráðdeild og kjark til að gegna svo
skyldum sinum, sem vera ber. Þær þekkja opt og
tiðum ekki lögin um þau málefni til hlítar eða hafa
þá ekki þrek til að beita þeim. Af þessu leiðir, að
sveitarsjóðirnir missa stundum þeirra fjármuna, er
þeim ber að iögum, og eigi siður hitt, að latir og
þrjózkir sveitarþurfar hlýða eigi boðum sveitarstjórn-
arinnar, og að hún beitir þá eigi þeim lögum, þeg-
ar úr á að verða, sem hún hefir og getur beitt til að
þröngva þeim til hlýðni. Jeg gæti nefnt allmörg
dæmi þessu til sönnunar, ef mjer þætti nauðsyn á
vera. Þó er hitt enn verra, að sveitarstjórnirnar
beita einatt fortölum og jafnvel undirhyggju til að
koma þeim fátæklingum úr sveitinni eða þá til að