Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 93
87
með því að móðirin eða sveit hennar hefir aðgang
að vistarsveit föðurins með borgun á meðlaginu og
hún aptur að framfærslusveit hans, ';enda skal þá með-
gjafarfúlgan teljast sveitarstyrkur, veittur föðurnum.
II.
Fátækramálanefnd sú, erjeghef áður getið um,
1845 segir, að á seinustu 11 árum hafi þá sveitar-
þyngslin aukizt um þriðjung. En ekki hafa þau
aukizt minna síðan. Jeg skal nú ekkert tillit taka
til þeirra þyngsla, sem leitt hafa af skipun sýslu-
nefnda, Ijósmæðra o. s. frv. Slík þyngsli eru eðli-
leg og sjálfsögð. En gjöld til ómagaframfærslu hafa
á seinni hluta þessarar aldar aukizt stórum, og i-
skyggilega. Arið 1854, sem landsmenn fengu verzl-
unarfrelsi, var 36. hver maður á sveit. En 35 ár-
um síðar eða 1889 er fátæksaframfærslan orðin rjett-
um helmingi meiri. Þá er 18. hver maður sveitar-
þurfi. Ef þetta er ekki ískyggilegt, jafnvel voðalegt
tákn tímanna og talandi vottur þess, að efnahagur og
viðleitni þjóðarinnar til hagsbóta fer eigi batnandi,
heldur hitt, þá veit jeg ekki, hvert menn vilja sann-
anirnar sækja.
Menna kenna nú ýmsu um. En almennast mun
það vera að skjóta skuldinni á fátækramálefnalög
landsins. Menn vilja fá lögum þessum breytt og þau
aukin, setja milliþinganefnd til að sitja á rökstól-
um 2 ár, og vonast að af því leiði ný og hagfeld
lög um þessi efni, sem umskapi þjóðina svo, að ný
og farsæl öld renni landsmönnum upp i þessu efni.
En jeg hygg, að annað vanti meira en lögin. Jeg
sje eigi betur en að hreppsnefndir hafi nægileg lög
til þess að hafa allt það eptirlit og allan þann hemil
á þeim, er þiggja fátækrastyrk, og að þær þurfi