Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 202
196
Nokkrar smátilraunir hafa þegar verið gjörðar
bæði í fyrra og í ár, en fjeð hef'ur ekki verið sent
beint frá íslandi til Frakklands, heldur hefur það
verið alið fyrst á Englandi. Þessar tilraunir hafa
gefizt vel, en þess er þó að gæta, að það fje, sem
kemur úr skipum frá íslandi, hrakið og hrjáð, getur
ekki jafnazt við slíkt alið og valið fje. En þótt
ekki fáist fullt eins mikið fyrir fje í skipsförmum
frá íslandi, virðist þó vera næg ástæða til að ætla,
að þessi verzlun gæti svarað kostnaði.
Af þessu íslenzka fje seldist nokkuð í Dun-
kerque á 45 franka (c. 31 kr. 50 aura) kindin, þar
næst í Lille 50 fjár að meðaltali á 39 fr. 70 ctm.
(c. 27 kr. 79 aura) hver, og í Paris 120 kindur,
sem var slátrað þar og seldust upp og ofan á 82
ctm. (c. 57 aura) og 90 ctm. (c. 63 aura) fyrir kjöt-
pundið.
Frá þessu verður að draga toli og töluverðan
kostnað, og mun jeg seinna í skýrslunni gefa nánari
upplýsingar um allt, sem.að útgjöldum við söluna
lýtur.
Enda þótt vjer höfum ekki enn fengið neinn
markað fyrir fjeð á Frakklandi, virðist þó rjett að
benda á það, sem gæta þarf, til þess að halda hon-
um, þegar vjer einu sinni erum búnir að fá hann.
Hvað innfiutningsbann snertir, þá er erum vjer
á Frakklandi ekki óhultari fyrir því en á Englandi.
Frakkland er tollverndunarland, og, eins og áður hef-
ur verið tekið fram, hefur opt verið bannaður þang
að innflutningur frá einstöku löndum. Nú hefur á
Englandi og í Beigíu verið lagt innflutningsbann gegn
öllu sauðfje, sem þangað er innflutt sjóleiðis, og er
því ástæða til að óttast, að Frakkar kunni ef til vill
að fara eptir dæmi þessara landa. Færi að brydda