Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 145
139
af alefli niður frá, hefði ekki borið á neinni rjenun
í veiðinni; en það er sagt, en ekki sannað, því þeg-
ar engar skýrslur eru til um veiði f'rá þeim tíma,
nje eldri timum, þá er ekki mögulegt að sanna, að
engin apturför hafl verið. En ýmislegt bendir á hið
gagnstæða. Jeg vil vísa til þess, sem mjer var sagt
um Sogið og um Kálfá, og svo til apturfararinuar í
silungsvötnunum, þvi þar hafa þó engin lög nje
veiðar á nýjum stöðum verið orsakir. Jeg hef áð-
ur minnzt á ádrátt í riðblettum. En auk þess eru
líka orsakir af náttúrunnar völdum, svo sem lilaup
i ánum, er opt drepa lax, og ef til vill mjög harðir
vetur. Hins vegar fellst jeg algjörlega á það, að
veiðin i Ölvesá og Hvítá neðst dragi mjög frá veiði
ofan til, því bæði fer sá lax ekki upp eptir, sem
veiddur er niður frá, og svo eru þar af manna völd-
um svo miklar tálmanir, þótt þær sjeu hvergi ólög-
legar og netin lofsverðlega stórriðin, að von er, að
menn upp frá hafi imugust á þeim. Laxinn verður
að krækja einn úr og annan i, til þess að komast
hjá hinum mörgu netum. Og svo gjörir selurinn
sitt til, þar sem hann situr fyrir laxinum í árósn-
um, þótt það sje ef til vill ekki meir nú en áður,
auk þess, sem hann spillir veiðarfærum og rífur lax-
inn í netunum.
Það er ekki furða, þótt uppsveitamönnum þyki
leitt að sjá sig þannig svipta veiði, sem þeir voru
nærri einir um áður. En hvernig á að bæta úr
þvi? Eðlilegast væri að menn, sem veiði eiga í
þessum ám, gjörðu samtök (eins og Feddersen sting-
ur upp á) og veiddu í fjelagi á hentugum stöðum,
en hentugustu staðirnir eru við Ölvesá og Hvitá
neðst', þvi þeir liggja næst kaupstað (Eyrarbakka
eða Reykjavík). En jeg býst ekki við svo miklu