Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 201
inn markaður fyrir freðið kjöt. Lifandi fje frá Ar-
gentína var áður sent næstum eingöngu til Englands,
en á seinni árum hefur einnig verið sent talsvert til
Frakklands og Belgíu. Argentínamenn hafa verið
svo hyggnir, að vera sjer úti um fleiri markaði fyr-
ir fje sitt, og komast því ekki í vandræði, þótt einn
markaðurinn lokist. Árið 1895 fiuttust frá Argen-
tína til Frakklands 84,166 kindur1, og þar af til
Dunkerque eingöngu 76,773 kindur.2 Innflutningur
þessi hefur aukizt ár frá ári, og nú liður naumast
svo vika, að ekki komi eiun farmur eða fleiri af
lifandi fje frá Argentína til Dunkerque.
Það var almennt álit manna í fyrstu, að fje
þetta gæti ekki selzt á Frakklandi vegna þess, að
þar óska menn að fá smávaxið fje og vel alið, en
þó ekki mörmikið. En fjeð frá Argentina er stór-
vaxið og kjötið stórgjört. Eigi að síður hefur tek-
izt vel að koma fjenu út á Frakklandi. Þrátt fyrir
það, þótt innflutningurinn hafi aukizt stöðugt, liefur
verðið ekki fallið og er nú 55—62 ctm. fyrir kjöt-
pundið. Mestur hluti þessa fjár fer til Lille og ann-
ara verksmiðjubæja á Norður-Frakklandi, en mikið
er og sent til Parísar, bæði beint f'rá Dunkerque,
þar sem f'jeð er flutt á land, og frá Norður-Frakk-
landi, eptir að búið er að fita það þar.
Af því, sem á undan er komið, má sjá, að á
Frakklandi er neytt mjög mikils sauðakjöts, og það
af all's konar gæðum. Það munar minnstu, þótt nokkr-
ar þúsundir bætist við frá íslandi, og það er von-
andi, að íslendingar fari nú að hagnýta sjer þennan
góða markað.
1) Samkv. liagfræðisskýrslum Erakklands.
2) Samkv. þýzkum konsúlsskýrslum frá Dunkerque.
13*