Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 99
93
getur eigi verið góður, ef eyðslan fer fram úr tram-
leiðslunni og sóunin verður meiri en öfiunin. Lík-
legt er og, að sá hugsunarháttur innrætist Islending-
um smám saman, eins og öðrum þjóðum, að
árin frá 16 ára aldri fram að þrítugu
sjeu þau ár, er menn á einhvern hátt hljóta,
ef vel á að fara, að búa sig undir lífsstöðu, og að
lífsstaðan naumast geti verið viðunanleg, ef menn
eigi á þeim árum læri eitthvað, sem þeir seinna
geti haft lifsbjörg af, eða þá safni sjer efnum til að
reka atvinnuveg til lands eða sjávar.
Nokkur eru þau atriði, er jeg tel nauðsynlegt
að breyta í fátækralöggjöfinni. Jeg hygg, eins og
jeg hefi áður tekið fram í Isafold, að nauðsynlegt
væri að afnema vinnuhreppinn, en setja í staðinn
heimilishreppinn; það er með öðrum orðum,aðnema
úr gildi þau lagaákvæði, að þar skuli menn sveit-
fastir, er þeir eptir 16 ára aldur hafa unnið sam-
fleytt 10 ár, an þess að þiggja sveitarstyrk, en leiða
í lög, að þar skyldi hver maður sveitlægur eptir 16
ára aldur, er hann er heimilisfastur, þá er hann
þyrfti sveitarstyrks með. Fyrir þessari skoðun hefi
jeg fært rök í Isafold, en lijer skal þvi við bætt,
að, siðan 10 ára sveitfestin var lögleidd 1848, hefir
svo margt breytzt í atvinnuvegum hjer á landi. Þá
dvöldu menn v.enjulega bæði sem hjú og húsbænd-
ur svo lengi í liverju sveitarfjelagi, að þeir unnu
sjer venjulega hrepp, ef þeim var eigi vikið á bug.
Nú er þessu svo breytt, einkum síðan þilskipaveið-
ar jukust og fiskiveiðar hófust af nokkru kappi fyr-
ir Austfjörðum, að eigi ýkjamargir í hjúastöðu
vinna sjer nú framar hrepp, þó að ekki sje við
- þeim amazt. Hagur þurrabúðarmanna við sjóinn er
einatt svo, að þó að þeir setjist þar að ungir og upp-