Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 44
38
eru og víða tjarnir og lón. Höfðinn fyrir frarnan
höfnina í Raufarhöfn er úr móbergi. Frá, Rauf-
arhöfn riðum við um öldótt land nærri sjó, yfir ós
á Deildará og að Hóli, sá bær stendur undir endan-
um á löngum og háum dólerítás, er nær langt upp
á heiði; milli þessa áss og Þistilfjarðarfjallgarðsins
hefir hin eystri hraunkvísl úr Rauðhólum runnið til
sævar og rennur Ormarslónsá sunnan við hraunið, í
því og fram með því. Sunnan við ána stendur bær-
inn Ormarslón, þar breytist landslag og bergtegund,
Þistilfjarðaríjöll taka þar við og eru þau öll úr móbergi,
en dólerítið, er þekur alla Sléttu, hveifurnú; gróður-
inn er hér lika annar og betri, hér er miklu meira
mýrgresi og yfir höfuð að tala allt frjóvra, er mó-
bergið tekur við; hestahagar eru slæmir á Sléttu,
en hér ágætir. í Ormarslóni skildum við eptir far-
angur vorn og riðum upp með Ormarslónsá. Til þess
að skoða hraunið og landslag fram með því, geng-
um við upp á háa fjallsöxl og höfðum þaðan ágæta
útsjón yfir Sléttu aila. Hraunkvíslin hefir runnið
niður með fjöllunum og er alstaðar heldur mjó,
álma úr hrauninu hefir runnið út i Deildarvatn, all-
stórt vatn upp af Hóli, þar nálægt er bær uppi í
heiðinni, sem heitir Grashóll. Sléttuheiðin er mikil
flatneskja allt norður í sjó, liggur vegur yfir heið-
arnar þverar fra Presthólum að Hóli og heitir Hóls-
stígur. Um heiðina er mesti grúi af vötnum, eg
taldi af fjallsöxlinni rúm 40 vötn og fjarnir, Rifsæða-
vötn suður af Rifi uppi í heiðinni eru einna stærst.
Heiðarnar eru allar úr dóleríti, lágir ásar og holt og
mýrarsund á milli og vötn. Þistilfjarðarfjöllin eru
öll úr móbergi og hér, er við gengum upp á þau,
voru móbergslögin lárétt; uppi á fjöllunum er stráð
stórum lausum dóleritbjörgum ofan á móberginu og