Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 141
135
Foss er engm veiði, en áður var veiddur hopiax á
haustin í Holtunum.
Fyrir ofan Krók slær áin sjer mjög út, en
mjókkar aptur ofar og rennur í 2 kvíslum kringum
Árnes; þar er foss í nyrðri kvíslinni, er kallast Búði.
Iíann er mjög vatnsmikill, en lágur, um 16'þarsem
hann er hæstur, en Árnes-megin er í honum flúð
ofantil, en fossinn sjálfur ekki meira en 8—10', og
við flúðina góður hvíldarstaður, svo mjer þykir lík-
legt, að hann sje þar laxgengur. í syðri kvislinni
kvað vera foss, sem er hærri, en að honum gat jeg
ekki komizt. í öllum þessum kafla árinnar og upp
fyrir Stóranúp er grýttur botn, og liraunsnasir víða
út í ána, svo viða mætti hafa þar lagnir, en menn
verða aldrei varir við lax í henni hjer, enda ekki
reynt neitt til að veiða, og illt að sjá til hans þótt
hann væri, því fylgsni eru nóg, og áin leðjuborin
og litil mannaferð við hana. Silungs verður þó vart
í henni. Brynjólfur á Sóleyjarbakka hyggur, að rið-
blettir gætu verið i henni fyrir ofan Stóranúp, því
þar verður hún lygnari.
í Þjórsá renna engar ár i byggð nema Kdlfd,
rjett fyrir neðan Búða. Hún er litil og var áður
töluverð laxveiði í henni og mikið veitt með sting.
Jeg fór yflr mynni hennar; það er grunnt og send-
ið. í Holtum neðan til rennur Kalddrholtnlœkur og
Steinslœkur i Þjórsá. I hinn fyrra gengur lax á
haustin, og er sagt, að þar hafi áður veriðjlaxveiði.
I hinum er nokkur veiði og að sögn stunduð iangt
fram á haust og með sting. I ám þeim, sem renna í
Þjórsá neðst, er engin laxveiði. Lax vart hefir þó
nýlega orðið í Ytrirangá (1, 23 pd.); ofantil virðist
áin vera vel fallin fyrir lax, en líklega fælir flug-
sandurinn og grynningarnar neðst í henni og Þykkva-