Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 80
74
handa karlmanni og 2'/s hndr. handa kvenmanni,
og gilti þessi regla um forlagseyris-upphæðina, hvort
sem maðurinn var ungur eða gamall. Skyldi ætla
hverjum manni fullan forlagseyri, sem ekki gat til
fullnustu unnið sjer fyrir fæði, enda er framfærslu-
eyririnn lágur, því að auðvitað á hann að reiknast
leigan af 3'/2 hdr. fyrir karlmann, sem eru 42 áln-
ir, og af 2j/2 hdr. fyrir kvenmann, en það eru 30
álnir; mundi það nú á tímum vera talin litil ó-
magameðgjöf, og það þótt ómaginn gæti unnið tölu-
vert fyrir sjer.
Ekki var frændaframfærslunni lokið með þessu.
Hún náði og til þeirra ættmanna, sem fjarskyldari
voru en systkini, og það allt til fjórmenninga, að
þeim meðtöldum. En svo var ákveðið um forlags-
eyri þeirra, er fjarskyldari voru en systkini, upp að
þrímenningum, að þeim meðtöldum, að framfærandi
skyldi eiga handa honum fjögurra missira björg. En
væri ómaginn óskyldari en þrímenningur, en þóekki
fjórmenningur við framfærslumanninn, skyldi ætla
honum 6 missira björg. Sje hann fjórmenningur,
skal ætla honum 8 missira björg, »svo mikið á hverj-
um 12 mánuðum, sem fyr segir, bæði þeim er fyrir
eru á fjenu,og svo þeim, er þá kemur á fje«. Virð-
ist þessi regla, að ætla bæði þeim ómaga, sem á
fjeð kemur, og þeim ómögum, sem á fjenu eru fyr-
ir, svo og svo margra missira björg, eins gilda um
undanfarandi frændsemisliði, eins og hún gildir um
systkini og fjórmenninga. Þá er virða skyldi eigur
manna til að finna, hve margra missira björg þeir
ættu, var sú regla gefin, að »allt skuli til virða, ut-
an búsgögn og verkfæri, og einföld klæði bæði dag
og nótt«. Fyrgreitidar reglur um það, hve mikið
ómaganum var ætlað til forlagseyris eptir skyldleika,