Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 60
54
nesströnd. Norðan í Selá rennur lítil á, er heitir
Selsá; íram með henni eru mjög grösug lönd ophafa
þar fyrrum verið þrjú býli í dalnum: Fossvellir,
Mælifell og Selsárvellir. Við áðum dálitla stund hjá
bæjarrústunum á Selsárvöllum, og riðum svo þaðan
yfir urðaröldur allmiklar norðaustur af Hrútafjöllum,
unz við komum að dálitlu vatni; þar eru síðustu
hagar áður kemur á Haugsfjallgarð; norður af' vatn-
inu er þyrping af smáfellum, er heita Sandhnúkar.
Frá vatninu riðum við utn stund, unz við komum
að ITrútá; hún kemur úr norðvestri og rennur suð-
ur með Hrútatjöllum í Selá; eru þar eintómir melar
með blágrýtismolum og móbergi; úr þessu fer mó-
berg að verða aðalefni fjallanna, eri austar eru al-
staðar blágrýtisfjöll. Þegar kom upp á Haugstorf-
ur, gerði blindþoku og hélzt hún yfir allan fjall-
garðinn; riðum við um öldur og mela og yfir stóra
þurra farvegi; snjór safnast á vetrum mikill i fjall-
garðana, og á vorin f leysingum myndast stórar elf-
ur, þar sem annars er þurrt. Alstaðar er lausa-
grjót ofan á, og hvergi sér í klöpp. Upp á fjall-
garðinn fórum við svo nefnda Eystribrekku, fyrir
norðan Dauðagil, og svo um bungur og dældir upp
á fjallgarðinn; hann er allur úr móbergi og grafinn
í sundur i ótal öldur og hálsa; efst á fjallgarðinum
fórum við gegnum Haugsskarð; það er djúpt og
þröngt gil gegnum hæsta hrygginn; þá taka enn við
reglulausar dældir og bungur, unz kemur á Vestari-
brekku. Haugur er há móbergsstrýta rétt fyrir norð-
an skarðið, og er þaðan ágæt útsjón í góðu veðri,
en ekki var neitt viðlit að nota þá útsjón sakir þok
unnar; sá hluti fjallgarðsins, sem Haugur er á, er
nyrztur og er kallaður Bungufjallgarður. Þegar
vestur dregur á fjallgarðinn, kemur fast berg viðar