Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 174
168
íhuga netamálið aí' hálfu sýslunefndar í Gullbringu-
sýslu og bæjarstjórnar i Reykjavík. Jeg gaf henni
og allar þær upplýsingar um málið, er jeg gat gefið.
Síldarveiðar hafa verið stundaðar á síðustu 15
—20 árum í sumum veiðistöðum við fióann, helzt i
Kefiavík, Njarðvfkum og Vogum, en það hefur ver-
ið í mjög smáum stýl, að eins í lagnet, 20—30 f.
löng, 3—5 f. djúp, og mest til þess að fá beitu. Reynd-
ar hafa menn gjört tilraunir til að senda saltaða síld
á útlendan markað, en þær misheppnuðust. Um
1880 myndaðist einnig slldarveiðíifjelag í Reykjavík,
en það lifði skammt. Keflavík er eitt síldarsælasta
plássið við flóann, en ekki er auðið að draga þar
fyrir síld vegna kletta og þess, að þar er svo opið;
til þess væri Hafnarfjörður eða sundin við Reykja-
vík bezt fallin. A sfðustu árurn eru menn þó farn-
ir að leggja sig nokkuð meira eptir því, að veiða
liana, og eru nú í syðri veiðistöðunum komnir svo
langt, að farið er að hafa hana til manneldis, salt-
aða, og þykir góð fæða. Jafnvel sveitamenn eru
teknir að kaupa hana. Þetta er þegar mikil fram-
för. En það mætti eflaust gjöra mikið meira, því
síld gengur eflaust opt mikið í flóann. Að minnsta
kosti var mikið af henni í sumar í Hafnarfirði og
Reykjavíkurhöfn, en það vantaði bæði mannafla og
veiðarfæri til að taka hana. Hvernig síldargöng-
unum sje háttað í flóanum, vita menn ógjörla enn,
því að það er svo stutt siðan farið var að gefa sfld-
inni nokkurn gaum hjer. Þó hafa menn orðið þess
varir, að þrjár aðalsíldargöngur komi optast árlega:
vorsíld síðari hluta aprílmán. eða fyrri hluta raaí-
mán. Hún er opt mögur, en hefur gengið nærri ár-