Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 209
203
Frakklands. Freðið sauðakjöt er ekki innflutt til
Belgíu.
Innflutningur þessi er einkum frá Þýzkalandi
og Hollandi og ennfremurfrá Bandaríkjunum í Norð-
ur-Ameríku og Argentína. Innflutningurinn frá
Norður-Ameríku hefur aukizt úr 1,215 kindum árið
1894 upp í 17,259 kindur árið 1896. En innflutning-
urinn frá Argentína hefur þó aukizt enn meira á
síðari árum, því árið 1894 nam hann að eins 949
kindum, en 1896 var hann aptur á móti orðinn
47,778 kindur.
Sjerstaklega eptirtektarverð, einkum fyrir ís-
lendinga, er tilraunin, sem gjörð var í fyrra með að
flytja norskt fje til Belgíu. Kaupmaður einn í Bel-
giu, að nafni A. Schmidt í Verviers, keypti i Nor-
egi um 3000 fjár á fæti á c. 20—25 ctm. (14—17‘/s
eyri) pundið. Fjeð var sent til Belgíu í tveim eim-
skipsförmum. Þessi fyrsta tilraun heppnaðist allvel,
enda þótt það kæmi i Ijós við komu skipsins til
Belgiu, að fjeð var ekki sem bezt valið, og kvaðst
kaupmaðurinn ætla að senda aptur til Noregs í haust
til fjárkaupa.
Eptir þessum upplýsingum að dæma, mætti
hafa góðar vonir um, að islenzkt fje einnig gæti
selzt vel í Beigiu. En nú hefur þar nýlega (þ. 22.
janúar 1897) verið gefið út. konungsbrjef, setn að
miklu leyti getur tálmað frjálsunt innflutningi á fje
frá Islandi.
Konungsbrjefið hefur inni að halda bann gegn
öllum innflutningi sjóleiðis, bæði á stórgripum og
sauðfje, þó með þeirri undantekningu, að flytja megi
stórgripi, sem á að hafa til kynbóta, og ennfremur
rýrt fje til fitunar í Belgfu. Leyfl ráðherrans verð-