Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 49
sjó fram; yzti oddinn er kallaður Fontur. FráHeið
gekk eg upp á Heiðarfjall; þar eru dólerítstallar
hver upp af öðrum, en móberg efst. Dólerít er að-
alefni nessins hér fyrjr utan, en innar eru þykk
móbergsfjöll ofan á. Hinn 28. júlí riðum við frá
Heiði út eptir og fylgdi Sæmundur bóndi Sæmunds-
son oss í kringum nesið; leiðin liggur um tómar
dóleríturðir, eru þar eintóm há holt og hjallar aflíð-
andi niður að sjó og er landið mjög grýtt og gróðr-
arlítið; um útnesið eru því nær engin kvistlendi, að
eins strá og blóm á stangli innan um urðirnar; þó
kvað hér vera snapasælt á vetrum fyrir sauðfé.
Fé er mjög vænt á Langanesi og 4 vetra sauðir
skerast opt með 80 pd. falli og 2—3 fjórðungum
mörs. Við riðum um hlað á bæjunum þar norðan á
nesinu, Brimnesi, Læknisstöðum og Hötða; bæir þess-
ir standa allir við sjó, túnin eru lítil og þýfð og lít-
ið um gróður fyrir utan þau. Nokkur frönsk fiski-
skip lágu fyrir framan bæina og voru bændur að
verzla við þá, selja þeim kindur og taka í staðinn
brauð, færi, vín o. fl. Fyrir utan Höfða byrja björg-
in og heitir þar Skoruvíkurbjarg; það er um 200 fet
á hæð og þverhnípt í sjó fram; þar er svartfugl og
skegla í bjarginu, svartfuglinn er tekinn í 8.—10.
viku sumars, en skegluungar í 14. viku; er sagt, að
skegluungar rtrepist í þurkum og hita; skrælna þeir
upp og fiðrast ekki, ef bjaigið verður mjög heitt.
Fugl er í Skoruvíkurbjargi að eins út að Svínalækj-
artanga, þar fyrir utan er ekki fugl fyrr en all-
langt fyrir utan Skoruvík; þar ná fuglabjörg frá
Selhellu kringum Font og inn undir Lambeyri. Þeg-
ar mest veiddist, fengust að sögn árlega 2—3000
svartfuglar í Skoruvikurbjargi, nú miklu minna, enda
stYggja útlendingar, einkum Færeyingar, fuglinn