Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 192
186
má nefna allþýðingarmikil lög frá 24. júli 1847. Svo
var nefnd sett 1858 til þess að íhuga þetta málefni;
kom nefnd þessi með ýmsar nýjungar og voru sam-
kvæmt áliti hennar gefin enn lög 1861 (24 a. 25
Vict. 55). Enn var sett nefnd 21 manns árið 1861,
og mátti heita að hún sæti yfir málum til 1864. Á-
vöxtur þessarar nefndar kom svo fram í ýmsum lög-
um, tveim lögum frá 1864, einum frá 1865. Loks má
nefna lög frá 1867, 1869,1870, 1971 ogfl. Enn fleiri
milliþinganefndir hafa verið skipaðar til að fjalla um
þetta mál. Sýnir saga þessi, þótt stutt sje, að Eng-
lendingar horfa hvorki í fje nje fyrirhöfn, er um
bætur á fátækralögum þeirra er að ræða.
Hjer skal svo drepið á fáein atriði í fátækra-
föggjöf Englendinga.
Þurfamönnum og ómögum er skipt í 3 flokka,
og eru þeir,
a. fátæk (eða munaðarlaus) börn innan 16 ára.
b. fullorðnir fátæklingar, er ófærir eru til vinnu,
hvort er fyrir aldurssakir, sjúkleiks eða annars
sliks.
c. fullvinnandi fátæklingar.
Gjörir löggjöfin mun á flokkum þessum að því
leyti, sem hún er umhyggjusöm um uppeldi barna
og veitir óvinnandi, fátækum mönnum tiltölulega hæg-
an aðgang að styrk, en er allhörð í garð vinnandi
þurfamanna, hvort er þeir þurfa styrks fyrir sjálfa
sig, börn eða konu.
Hverjum þeim manni er stranglega hegnt, er
gefur ranga skýrslu um hag sinn eða annara, til
þess að geta fengið sveitarstyrk handa sjer eða öðr-
um. Fái fátækrastjórn vitneskju um það, að þurfa-
maður, er sveitarstyrks hefir notið, hafi átt einhverj-
ar eignir eða eignist síðar, þá á hún rjett á að