Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 79
73
var frændaframfærslan miklu víðtækari en nú £jör-
ist. Hver maður átti þá að framfæra foreldra sína
og börn, jafnt skilgetin sem óskilgetin. Nær þessi
skyldán svo langt eptir lögbók, aðfram skyldileggja
foreldrum og börnum til framfæris, ef með þurfti,
allt sem maður átti og gat unnið sjer inn og maður
eigi þurfti sjálfum sjer til matar eða klæðnaðar.
Hjón áttu hvort annað fram að færa eptir lögbók,
og er í II. kap. í framfærslubálki tekið sem dæmi,
er valdið geti því, að annað hjónanna verði að fram-
færa hitt, að annaðhvort hjónanna verði ótt eða fái
annan krankleika, en sú regla sýnist eiga að gilda
alstaðar, að það hjóna, sem getur framfært, skuli
framfæra eiginmann sinn eða konu, ef til þeirra
kasta kemur. Atti það hjóna, sem framfæra skyldi,
að vinna fyrir hinu, er það hafði eigifje að leggja því
til framfæris, og því er svo kveðið á í lögbók, að
hjónin sjeu hvort annars handbjargarómagi. Geti
hjónin eigi unnið hvort fyrir öðru, þá er svo kveð-
ið á í lögbók, að þau skyldu fiytjast með ltrossi, það
er að skilja: fiakka saman. Eigi skyldi segja börn slikra
hjóna til sveitar, heldur skyldu þau flakka með for-
eldrunum. Ef sá andaðist, sem með handbjörg sinni
eða fiakki átti að annast óraaga sinn, þá voru ó-
naagarnir þrot kallaðir. Skyldi skipta ómögum
hjóna eptir því, sem fjelag þeirra var gjört í önd-
verðu. Atti móðirin að færa börn þau, er i hennar
hlut fjeliu, þeim frændum sínum til framfærslu, er
næstir stóðu til arfs, og hin sömu lagaákvæði giltu
uni þau börn, er i hluta föðurins fjellu.
Þá áttu menn að framfæra systkini sín. En
sú skylda var bundin því skilyrði, að framfærand-
inn ætti tveggja missira björg fyrir sig og sína.
fveggja missira björger ákveðin að vera: 3'/2 hndr.