Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 82
leyfði lögbók slíkum mönnum umferð um alla hreppa,
og voru búendur skyldir til að hýsa og flytja slíka
förumenn.
Tekjur þær er hrepparnir höfðu, til að standa
straum aí ómögunum eða að kosta ómagaframfærsl-
una, var fátækratíundin, hlutir úr helgidagaveiðum
og matgjafir svo kallaðar. Attu þær að innast af
hendi á þann hátt, að menn skyldu fæða þurfamann
svo eða svo marga daga á ári, og fór það eptir efn-
um manna.
Fimm voru menn í hreppi hverjura, er skyldu
árlega að hausti til skipta tíundum og matgjöfum
milli þurfamanna hreppsins, og voru ómagarnir eins
langan tímahjábóndahverjum eins og tala fjell tilept-
ir tíundar- og matgjafaupphæð búandans.
Eins og eðlilegt er, hafði þetta fyrirkomulag
fátækramálefnanna ýmsa agnúa í för með sjer.
Frændaframfærslan, einkum hinna fjarskyldari, var
harla óvinsæl, eins og vænta mátti. Reyndu menn
því opt í ýtrustu lög að skjóta sjer undan henni.
Eru um ekkert efnijafnmargir dómar til heima í hjer-
uðum, meðan úrskurðir slíkra mála voru í höndum
almennings, eins og um frændaframfærsluna, og
reyndist þá opt svo, að sá er álitið hafði verið skylt
að framfæra ómagann, hafði eigi, þá er tilkorn, svo
rnikið fje, sem lögbók ákvað, til þess að honum væri
lögskylt ómagann fram að færa. Er ekki ólíklegt,
að ómagar hafi átt stundum misjafna æfl, bæði á
meðan frændur deildu um, hver þeirra skyldi fram-
færa þá, og eins eptir að framfærslumaður var feng-
inn með dómi, ef hann var harðgeðja eða misendis-
maður og nauðugur ómagann fram að færa.
Lögbók löghelgaði förumennsku, eins og áður
hefir verið sagt. Kaþólska kirkjan studdi og að