Andvari - 01.01.1897, Blaðsíða 125
119
að segja með nákvæmni, hvernig þverrunin hagar
sjer. Þessi hnignun kemur ekki af því, að menn
stundi miður veiðar nú en áður; það er langt frá
því; menn veiða víst nú af fullt eins miklu kappi
og veiðarfærin (netin) eru nú víðast að öllu betur
úr garði gerð; sumstaðar eru menn teknir að hafa
blý, eða jafnvel járnkeðju í stað leggjanna gömlu;
við það verða iagnetin stöðugri, og ádráttarnetin
fylgja betur botninum. Orsakir til apturfararinnar
í aflanum eru víst margar: 1. Menn eru nú farnir
að taka eptir því, að mjög smáriðin net hafi óheppi-
leg áhrif á veiðina og hafa því við sum vötnin á
síðari árum tekið upp aptur stórriðnari net, Gallinn
á of smáriðnum iagnetum er sá, að i þeim ánetjast
einkum smáfiskur, og á of smáriðnum ádráttarnetum
sá, að þau taka allt, smátt og stórt. Afleiðingin
verður sú, þegar smáfiskur, sem ef til vill ekki hef-
ur náð æxlunarþroska, er veiddur, að færri og færri
fiskar verða fullþroska, en það er fullþroskaði fisk-
urinn, sem hæfastur er til að auka kyn sitt. Vita-
skuld getur hálfvaxinn fiskur aukið kyn sitt og í
útlöndum vita menn um urriða, að hann fær þrosk-
uð hrogn og svil naumlega hálfvaxinn, en afkvæm-
ið verður því að eins efnilegt, að foreldrarnir sjeu
fullþroska. 2. Gottími silungsins er vanalega á
haustin (Feddersen segir þó, að bleikja í Þingvalla-
vatni gjóti á sumrin) frá því seint í september og
fram eptir, en það er einkum siðari hluta sumars
og fram á haust, að silungsveiði er stunduð, því þá
leitar silungurinn upp að landi, eða upp í lækina (í
vötnum), eða úr sjónum upp í árnar tii að hrygna.
3. Silungurinn þyrpist saman á riðblettunum. meðan
hrygningin stendur yfir, og er þar því opt gott til
veiða, og, þvi miður, opt lögð net eða dregið á fyrir